Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 36
418 KIRKJURITIÐ in augum þá mjög umdeildu hætti textans, til þess að geta vaiið þá hætti, íslenzka, sem — auk þess að falla að efninu — kynnu að líkjast háttum hans. Og í þriðja lagi til þess að komast inn í hugarheim hebreskra hugs- uða. Árið 1954 voru svo orðin ti'l tvö handrit til viðbótar. Þau nefni ég ASra gerS. Fáein, en mikilvæg, atriði hafði ég þá borið undir prófessor W. F. Albright, Baltemore, og fengið góð og greið svör. Annað handritið geymir Manitoba-háskóli meðal fágætra bóka, en hitt fór ég með til formanns Húnvetningafélagsins, Hannesar Jónssonar fyrrv. alþingismanns, því að útgáfa hafði komið til orða. Hann sýndi dr. Jóni Jóhannessyni og fleirum ritið. Árangurinn varð sá, að formaðurinn fékk mér handritið — og það liggur nú hér í hylki — og segir: „Okkur þykir kveðskapurinn ágætur, en við erum engir menn til þess að dæma um það, Ihvemig á textanum er haldið. En ef biskupinn vildi leggja blessun sína yfir meðferð á textanum, þá viljum við styðja útgáfuna.“ Biskupinn, herra Ásmundur Guðmundsson, var þá nýtekinn við embætti sínu og hafði mörgu að sinna. Hann vísaði því á síra Guðmimd Sveinsson og vakti áhuga hans á viðfangsefninu. Og enn var lánið með mér. Eg tók umrætt handrit og samlas það við hebreska textann enn á ný, og breytt mörgu, og sendi síra Guðmundi kaflana smátt og smátt næstu missiri. Hann — þessi gáfaði og nákvæmi vísindamaður — las þessa margumbættu þýðingu orð fyrir orð og bar sam- an við hebreska textann og ýmis trúverðug skýringarrit. Um athuganir hans getur nánar í handritinu sjá'lfu. Hann benti mér á fjölmargt, sem bet- ur mætti túlka, og ég tók allar athugasemdir hans til greina. Allt þetta gerði hann án nokkurs endurgjalds. Upp úr þessu varð til það, sem ég nefni Þriðju gerS. Hún er til í tveim- ur samhljóða eintökum. Annað er ætlað til útgáfu — ef takast má — en hitt á að færa biskupinum nú í kvöld. Þessi síðasta gerð er nú þannig, að ég get ekki umbætt neitt. Hún er, svo að eitthvað sé nefnt, alveg bragrétt frá upphafi til enda, svo að þar er hvergi atkvæði of né van, og segja mér bókvísir menn, að það mum vera einsdæmi í bókmenntum vorum, um svo mikinn kvæðabálk. Og ég tel mig mega fullyrða, að Jobsbók í þessum búningi sé til muna aðgengi- legri en í venjulegum Biblíuþýðingum. Þessi þýðing er að vísu árangur margra ára iðju, en fleira kemur þó við sögu, svo sem nú var lýst. Það, sem sumir nefna tilviljun, en ég hefi til- hneigingu til að nefna einhverju öðru nafni, það hefir verið mér hag- stætt, og góðir menn, sem ég var að nefna, hafa uppörvað mig og stutt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.