Kirkjuritið - 01.11.1957, Síða 42

Kirkjuritið - 01.11.1957, Síða 42
424 KIEKJUBITIÐ það um margvísleg kirkjumál, en samþykktaratkvæði um ýmis „innri“ mál kirkjunnar, svo sem kirkjulegar athafnir o. fl., ef prestastefna einnig samþykkti; loks nokkurt ráðstöfunarvald yfir tillögðum fjármunum, þó undir úrskurði dóms- og kirkju- málaráðuneytis, ef með þyrfti. — Skylt var að kalla saman fund einu sinni á ári, ársfund eða aðalfund, en aukafundi alla eftir þörfum. Breyttist þetta brátt í meðförum á þá lund, að fundir urðu fleiri á ári hverju, án aukafundarnafns. Eigi var kirkju- ráðsmönnum ætluð nein þóknun fyrir störf sín. Yfirlit um fundarhöld Kirkjuráðs þenna liðna aldarfjórðung, samkvæmt gerðabók ráðsins, verður þannig: Alls hafa verið haldnir 117 fundir, sem verður til jafnaðar 4—5 fundir á ári, en komu í reyndinni næsta misjafnt á árin, flestir urðu þeir fyrstu árin eða hæsta tala 11 (1932, síðan 9 1933 og 7 1934), en einu sinni eftir það 10 (1939), þá úr því hæst 5 á ári og þaðan af færri, en meira magn mála þá afgert á einum fundi. Fundimir dreifðust árlega á alla mánuðina, nema júní og júlí — þá voru engir fundir haldnir. Á þessu tímabili hafa verið 3 aðalforsetar Kirkjuráðs (sjálf- kjömir), biskupamir Jón Helgason frá byrjun 1932 og til og með 1938, Sigurgeir Sigurðsson 1939—1953 og Ásmundur Guð- mundsson 1954 og síðan. Varaforsetar (kjörnir) Sigurður P. Sí- vertsen, Ásmundur Guðmundsson og Gísli Sveinsson. En kirkju- ráðsmenn hafa þessir verið í heild, misjafnlega langan tíma: Af hálfu kennivaldsins þeir Sigurður P. Sívertsen, Þorsteinn Briem, Ásmundur Guðmundsson, Þorgrímur V. Sigurðsson og Jón Þorvarðsson. Af hálfu leikmanna þeir Matthías Þórðarson, Ólafur B. Björnsson, Gísli Sveinsson, Vilhjálmur Þór og Gizur Bergsteinsson. En síðast frá og með 1954 hafa þessir skipað Kirkjuráðið saman: Ásmundur Guðmundsson biskup (aðalfor- seti), Gísli Sveinsson fv. sendiherra (varaforseti), Þorgrímur V. Sigurðsson sóknarprestur. Núverandi ritari Kirkjuráðs (ráðinn) er séra Sveinn Víkingur. Þótt, eins og áður segir, Kirkjuráð þetta sé „afnumið" með nýjum lögum, má gera ráð fyrir, að téðir kirkjuráðsmenn gegni störfum sem áður, þar til lögin um Kirkjuþing og Kirkjuráð koma til framkvæmda.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.