Kirkjuritið - 01.11.1957, Síða 44
426
KIRKJUBITIÐ
sjóði; prestsseturshús og jarðir; kirkjusöngur og ráðning söng-
málastjóra þjóðkirkjunnar; álitsgerðir um löggjafarfrumvarp
varðandi presta, kirkjur og söfnuði öll árin; utanfarir kirkju-
manna; sunnudagsskóla; löggjöf um Kirkjuþing; prentun Biblí-
unnar á fslandi, o. fl. o. fl.
Drepið hefir verið á skipan hins nýja Kirkjuráðs, en það
tekur ekki við nema nokkrum af verkefnum hins fyrra ráðs,
eins og á var minnzt; annað hverfur undir sjálft Kirkjuþingið,
sem hefir ráðgjafar- og tillögurétt, svo og samþykktaratkvæði
með líkum hætti og gamla Kirkjuráðið. En væntanlega tekst
að auka vald þingsins með tíð og tíma. Nýja ráðið skal og „vera
biskupi til aðstoðar og fulltingis um að koma fram þeim málum,
er Kirkjuþing hefir samþykkt". Það getur einnig af sjálfdáðum
lagt þau mál fyrir Kirkjuþing, er það lystir hverju sinni, enda
er kirkjuráðsmönnum heimilt að sækja Kirkjuþing, þótt eigi séu
þeir kirkjuþingsmenn. Kirkjuráðið hefir og sams konar ráðstöf-
unarrétt yfir ýmsum fjármunum til kirkjulegra þarfa (svo sem
prestakallasjóði) sem hið eldra kirkjuráð o. s. frv.
Gísli Sveinsson.
Hvenær, — og ekki fyrr en hvenær? Spyrjuni ekki um það. Verum að-
eins þolgóðir. Hún hlýtur að koma, hún verður að koma, hin heilaga tíð
hins eilífa friðar, þegar hin heilaga Jerúsalem verður höfuðborg heimsins.
Unz það skeður, þá verið giaðir og reifir, trúbræður mínir, boðið fagn-
aðarerindi Guðs með orðum og gjörðum, og verið hinni sönnu og óbigðulu
trú trúir allt til dauða. — Novalis.
* * *
Vér deyjum ei og getum eigi gleymt; vér erum eilífs eð'lis, liðin tíð seni
framtíð er oss nútíð. — Btjron (M. J.)
* * *
Þegar Valens keisari spurði Basilíus mikla, hvar hann hyggðist leita
hælis í ofsóknunum, svaraði kirkjufaðirinn: Aut sub coelo aut in coelo.
(Annað hvort undir himninum eða í himninum).