Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 48
430 KIHKJURITIÐ stóð í blaðagreininni, sem lauk á þakklætis- og viðurkenningarorðum til þessa manns. Nefna má dæmi um, hvílíkur Þrándur trúarbrögðin geta orðið í götu góðra málefna. I undirbúningi var þingfrumvarp um einangrun holds- veikra, og mótmæltu menn af sliku offorsi, að fresta varð flutningi frum- varpsins að sinni. Orsökin var sú, að samkvæmt kenningum þeirra greiðir fátt leið manns ti'l himnaríkis jafnvel og það, að leggja pening í lófa holdsveiks manns, taka hann aftur og handfjal'la, áður en hann er end- anlega gefinn. Töldu klerkarnir, að fráleitt væri að svipta menn slíku hjálpræði og sögðu, að ætíð skyldi þó verða nokkurt svæði umhverfis hvert Hindúamusteri, þar sem holdsveikir betlarar gætu stundað atvinnu sina. Indversk kona frá Bombay sagði mér, að yfirlæknir holdsveikraspítal- ans þar, kaþólskur maður, væri góður vinur sinn. (Mig minnir, að holds- veikraspítalar séu aðeins tveir í landinu, en þori ekki að fullyrða það). Þessi læknir hafði sagt sögukonu minni, að svo til daglega sæi Ihann sig tilneyddan að framkvæma fóstureyðingaaðgerðir á sjúkhngum sínum, þrátt fyrir það, að hann vissi, að það væri mjög alvarlegt brot á kennisetning- um kirkju sinnar. Samvizku sinnar vegna gæti hann ekki látið sjúkling- ana ala böm undir þeim aðstæðum, sem þeir hlytu að búa við. En þrátt fyrir það, sagði hann, að hin daglega kirkjuganga og bæn væri það, sem gæfi sér styrk til að halda áfram læknisstarfinu við örðug skil- yrði. Annað böl er það, sem fylgir vissum greinum indverskra trúarbragða, og sem núverandi stjómarvöld berjast við að útrýma. Það er siðurinn að gefa ungar stúlkur til musteranna. Starfsemi þeirra þar er í „Social Welfare in India", flokkuð í sama flokk og vændi. Mun þessi siður vera einna lífseigastur í héruðunum Maharastra, Mysore og Hyderabad. Grundvallarkenningar flestra indverskra trúarbragða munu geyma margt fagurt og mannbætandi, en þar, sem víðar, hefir þróunin stundum orðið sú, að skapazt hafa venjur og helgisiðir, sem beinlínis óvirða hina upp- runalegu kenningu. Þótt hér hafi verið drepið á nokkrar skuggahliðar indversks þjóðlífs, get ég ekki skilizt svo við þetta greinarkom, að ég votti ekki jafnframt virðingu mína þeim einlæga umbótavilja, manngöfgi og fegurð, sem ég fékk að kynnast þar á hinni skömmu dvöl minni í landinu. Sigríður Thorlacius.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.