Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.11.1957, Blaðsíða 50
432 KIRKJURITIÐ Séra Þorbergur Kristjánsson í Bolungavík, prédikar á útisamkomu. Staðarhraunsldrkja á Mýrum var endurvígð eftir gagngerðar um- bætur 27. f. m. Vígsluna framkvæmdi séra Sigurjón prófastur Guðjónsson í Saurbæ í sjúkdómsforföllum herra biskupsins. Nokkrir fleiri prestar voru viðstaddir og aðstoðuðu. Margt fólk kom. Kirkjunni gafst margt í þessu sambandi m. a. fögur altaristafla eftir frú Barböru Árnason. Gefendur voru 10 systkini frá Hítardal, er heiðr- uðu þann veg minningu foreldra sirma Sigríðar Teitsdóttur og Finnboga Helgasonar og látins bróður síns, Péturs. Frú Astríður Petersen andaðist 10. október. Hún var dóttir Stefáns prófasts Stepliensens í Vatnsfirði, en ekkja séra Ólafs Petersens á Sval- barði, er dó á unga aldri 1897. Þessi mæta og kyrrláta kona hafði því ver- ið ekkja í tæp sextíu ár. Dr. Hal Koch guðfræðiprófessor frá Danmörku dvaldi hér um viku skeið í síðastliðnum mánuði. Hann hélt þrjá fyrirlestra í guðfræðideildinni, og fór einnig norður á Akureyri. Bent Noack guðfræðiprófessor frá Kaupmannalhöfn kom hingað ný- lega og dvelst hér um sex vikna skeið. Skýrir hann Markúsarguðspjall m. m. í guðfræðideildinni. Séra Harald Sigmar frá Vesturheimi kennir nú við guðfræðideild- ina í stað Þóris Þórðarsonar doósents, sem dvelur við framhaldsnám í Bandaríkjunum. Leiðrétting. Undir myndinni af Saurbæjarkirkju í síðasta hefti átti að standa: Hallgrímskirkja í Saurbæ. Gömlu kirkjuna fékk KFUK en ekki KFUM. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 14776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.