Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 9

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 9
Hvar hefir þú orðið fyrir dýpstum áhrifum við guðsþjónustu? Hvar hefir þú orðiö fyrir dý'pstum áhrifum við guðsþjónustu? Faðir minn var organleikari við Stokkseyrarkirkju frá því ég fyrst man eftir mér. Hann var vanur að taka mig með sér á söngæfingar í kirkjunni strax og ég komst dálítið á legg. Ég man enn þær stundir í kirkjunni, þegar kórinn söng sálma- lögin í hálfrökkri, því að ljós var aðeins við orgelið; þá voru kertaljós, en ekki rafmagn. Faðir minn var mikill trúmaður, og organistaembættið var honum heilagt. Þess vegna vandaði hann sem bezt hann gat til söngsins, enda mun söngurinn hafa verið ágætur. Svo voru það sjálfar guðsþjónusturnar. Bezt man ég eftir aftansöngnum á aðfangadag jóla. Þá ljómaði öll kirkjan og kristallarnir glitruðu eins og þúsund stjörnur í ljósahjálmun- um. Það var mikil dýrð og dásemd, og svo öll fallegu lögin. Þá eignaðist ég jólin, sem ég enn á og aldrei vil missa: Jól í barnslegri trú. Hvað er betra?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.