Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 11

Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 11
KIRKJURITIÐ 441 Hvar hefi ég orðið fyrir mestum áhrifum í kirkju? Því er vandi að svara. Páskadagsmorguninn er jafnfagur, hvort sem er í torfkirkju eða dómkirkju. Það er það dásamlega við upp- risuhátíðina. Hún reisir alls staðar musteri. Konnske hefir hún haft dýpst áhrif á mig af öllum kirkjuhátíðum — næst jól- unum. Ég er vanur að sækja kirkjur, hvar sem ég er stadd- ur í heiminum. Dýpstu og mestu áhrifin hafa ekki alltaf verið í stærstu kirkjunum — eða á hátíðum. Stundum varð ég fyrir sterkustum áhrifum, þegar fáir voru í Dómkirkjunni kl. 5 — ,,og ekkert um að vera“, eins og fólk mundi segja. Um þetta ræddi ég stundum við séra Bjarna. „Hver er sem veit, nær daggir drjúpa, hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst. Hver er sem veit, nær knéin krjúpa við kirkjuskör, hvað Guði er næst.“ Þannig er það. í Thomasarkirkjunni í Leipzig var unaðslegt að vera við guðsþjónustur. Þær voru flestar íburðarmiklar, oft jafnvel hljómsveit með í kantötum Bachs í hámessunni. Þar hefi ég líka komizt næst því að skilja hinn mikla mátt, sem tónarnir geta haft á sálirnar, þegar Mattheusar-passían var flutt á föstudaginn langa. Ég átti því láni að fagna að vera aðstoðar- organleikari við þessa kirkju í tvö ár. Hún er miðdepill alls evangelisks trúarlífs í Þýzkalandi, síðan Bach starfaði við hana á árunum 1727—1750. Ég tel víst, að margur mundi í mínum sporum segja, að þarna hefðu þeir orðið fyrir dýpstum áhrif- um. Og í vissum skilningi er það satt. En svo minnist ég minna fyrstu jóla aftur og þeirra áhrifa, sem þau höfðu á mig. Og jól í óspilltu barnshjarta á maður að geyma vel, eða réttara sagt: Þau geymast bezt. Þá opnaðist barninu himinninn, og hann stendur opinn síðan. Hér hjaðnar öll vizka og öll snilli fyrir því, sem er öllu æðra. Af öllum þeim störfum, sem ég hefi haft með höndum, elska ég aðeins eitt: organistastarfið. Og ég vildi heldur láta bera mig á orgelbekkinn heldur en að spila ekki við guðsþjónust- urnar, á meðan ég tóri. Og ég reyni af veikum mætti að gera mitt bezta. Ég tel það hina æðstu þjónustu, sem mér getur hlotnazt. Páll ísólfsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.