Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 12
Fyrsta umburðarbréf Jóhannesar páfa XXIII. Umburðarbréf þetta var dagsett á Péturs messu og Páls 29. júní og sent kaþólskum söfnuðum um alla jörð. Skal hér gjöra nokkra grein fyrir því. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að slík bréf séu ekki jafn þung á metunum sem beinar yfirlýsingar úr páfastóli, þar sem páf- inn flytji æðstu kenning sína við leiðsögu Heilags anda. Píus XII. leitaðist við að eyða þokunni, sem grúfði yfir þess- um efnum. Hann sagði árið 1950: „Menn mega ekki heldur komast á þá skoðun, að orð páfa í umburðarbréfum hans þurfi ekki að samþykkja, þar eð hann kenni ekki í þeim af æðstum myndugleika." Jafnskjótt sem páfinn hefir látið í ljós álit sitt á einhverju vafamáli, þá liggur það ljóst fyrir og þarfnast ekki frekari umræðna. Sumt bendir í sömu átt í bréfi Jóhannesar páfa XXIII. Hann skrifar, að þrennt skuli ræða að hástóli Péturs: Sannleik, ein- ingu og frið, og það skuli einnig gjört í þessu umburðarbréfi hans til gervallrar hinnar kaþólsku kirkju. Orð hans eru runn- in frá hinu heilaga, postullega embætti og eru því skuldbind- andi fyrir alla kaþólska menn. Menn spyrja bæði í austri og vestri, hvað sé sannleikur, og umburðarbréfið skírskotar umsvifalaust til skynseminnar. „Guð hefir gætt oss skynsemi, hæfni til þess að skilja hinn náttúr- lega sannleika, enda þótt það kosti stundum erfiðismuni og oft geti villa slæðzt þar saman við.“ En skynsemin getur veitt sann- leikanum viðtöku. Guð er unnt að skilja með vissu við ljós hinnar náttúrlegu skynsemi. Hugsanirnar um sannleikann leiða til þess, að hlutleysi og áhugaleysi er einskis virt. Kenningin um það, að öll trúarbrögð séu jafn sönn, leiðir til hruns trúarbragðanna og þá sérstak- lega kaþólskunnar, sem aldrei má telja hliðstæða hinum trúar- brögðunum, því að hún er hin eina sanna trú.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.