Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 13

Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 13
KIRKJURITID 443 Ef vér höldum þessum sannleik einbeittlega fram, verður unnt að koma friði á í heiminum. Yfir næsta áfanga stendur yfirskriftin: Eining heimsins. Nú er orðum beint til þeirra, sem hafa stjórnartaumana í höndum sér. Páfinn hyggur, að sín orð séu mjög þungvæg í átökunum um stjórnmál heims- ins. Því að hinn heilagi stóll gnæfir yfir innanríkisdeilurnar og vill laða að sér allar þjóðir með hinum sama kærleika. Allir menn eru bræður, þar eð skapari þeirra er einn og hinn sami, en í sömu andrá, sem vér stígum í fótspor Kains, verðum vér nálega jafningjar dýranna, viti firrtir. Og þótt vér höfum mátt til að hugsa, þá getum vér misbeitt honum og hrapað niður á lægra stig, eins og ósjaldan hefir komið fyrir. Hvernig getum vér, sem erum bræður og systur og þátttak- endur í sömu örlögum þessa heims og annars, fengið af oss að beita banvænum vopnum hverjir gegn öðrum? Skyldu ein- hverjir ætla, að páfann bresti skilning á staðreyndum stjórn- málanna, þá efizt þó aldrei um það, að mjög rúmt er í hjarta páfans. Páfinn brýnir það fyrir vinnuveitendum, að þeir líti á verka- menn sína sem bræður, og af því leiði það, að verkamennirnir eignist hlutdeild í atvinnufyrirtækjunum. Frelsi og eining verða um fram allt að eiga rætur í lífi fjölskyldunnar. Þar á kærleiki að ríkja eins og í fjölskyldunni helgu í Nazaret. Ef fjölskyldan bregzt, hrynur samfélagið í rúst. En höfuðatriðið fyrir Jóhannesi páfa er eining kirkjunnar, og hefir hann þegar sýnt það fyrir nokkrum mánuðum með því að boða til allsherjar Kirkjuþings. Páfinn fagnar því, að á seinni árum hefir komið fram utan kaþólskra kirkjudeilda samúð með kaþólskri kenningu og trú. Hefir þess einkum gætt á kirkjufundum mótmælenda, og dreg- ur páfinn af því þá ályktun, að sterkrar þrár gæti að minnsta kosti til eins konar einingar. Það, sem önnur kirkjufélög skorti, það eigi kaþólska kirkjan: einingu í kenningu, stjórn og trúar- legum framkvæmdum. Til allra, sem hafa skilið við móðurkirkjuna, hljómar kallið: Komið heim. „Vér bjóðum yður ekki heimili útlendingsins, heldur yðar eigið, föðurhúsin, sem vér eigum öll.“ Því verður ekki neitað, að löngunin eftir einingu er páfan- um heitasta hjartans mál. En einingin verður að vera með

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.