Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 14

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 14
444 KIRKJURITIÐ þeim skilyrðum, sem Róm setur. Þó dylst það ekki, að þetta umburðarbréf er í miklu mildari og blíðari anda en fyrri páfa- bréf. „Vér bjóðum þeim ástúðlega heim, sem tilbiðja Guð með lotningu og leitast við af góðum vilja að halda boðorð hans, enda þótt þeir séu ekki af þessu sauðahúsi." Umburðarbréfinu lýkur með ,,Föðurorðum“. Prestastéttin er áminnt um það að sýna biskupunum hlýðni, og vitnar páfi í því sambandi til orða Ignatíusar frá Antíokkíu: „Vertu undir- gefinn biskupi þínum eins og Jesú Kristi .. . Það er nauðsyn- legt, að allt, sem þér gjörið, gjörið þér einungis í samráði við biskup yðar.“ Kveðja er send trúhneigðum mönnum, sem eru í trúfélögum. Þeirra er minnzt, sem starfa að trúboði með heiðingjum. Ekk- ert starf er ef til vill Guði þóknanlegra. Trúræknum konum er ekki heldur gleymt, þeim sem vinna í sjúkrahúsum eða barnaheimilum. Enn er getið leikmannastarfsins og minnzt á gildi þess. Leik- mennimir eiga að leggja sig alla fram til þess að vinna að sigri kirkjunnar. Þá er vikið að nauðstöddum mönnum. Þeir eiga að minnast þess, að við þjáningar þessa lífs, sem hreinsa mennina og hefja þá, getum vér hlotið eilífan fögnuð himinsins. Orð páfans vekja margar hugsanir, og mikið mun verða rætt um þau og ritað. Þau eru eins konar leiðarmerki á áfanganum fram undan. Á. G. Sagt er, að skáldið Æskylos, sem var sonur eins a£ prestunum við launhelgarnar í Elevsis, hafi einu sinni lýst því yfir, í viðurvist mannfjöldans í leikhúsi Aþenuborgar, að koma mundi nýr andlegur konungur og gjöra vald heimsdrottnaranna að engu. Með þessu fannst Aþenumönnum svo nærri drottnurum sínum höggvið og Æs- kylos gerast svo djarfmæltur, að þeir réðust að honum. Slapp hann með naumindum frá því að verða drepinn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.