Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 15

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 15
PISTLAR Þröngur sjónhringur. Komin er út ný Ijóðabók eftir Hannes Pétursson: í sumardöl- um. Ég keypti hana strax sama daginn og hún kom út, því að höfundurinn fer nú í fararbroddi hinna yngri ljóðskálda. Það er líka bæði sumarblær og angan í ljóðunum, og þau eru kliðmjúk eins og vötn, sem af heiðum falla. Annars er þetta enginn rit- dómur, heldur fæ ég ekki varizt að benda á tvö atriði í sam- bandi við ,,boðskap“ eða lífsskoðun höfundarins, sem mér finnst óneitanlega túlkuð í meiri spámannstón en efni standa til. Síðasti hluti bókarinnar heitir: Söngvar til jaröarinnar, og þessi eru einkunnarorð hans: — lífið er guð og enginn guð nema það. Stefán G. Þetta er slagorð, en hvorki raunsæi né vísdómur. Raunar er hér um hugtakarugling að ræða, og því er þetta fölsuð mynt. Hugtakið Guö felur í sér skýringu eða að minnsta kosti skýr- ingartilraun á því fyrirbrigöi, sem lífið er. Þess vegna er hægt að segja: Guð er lífið og ekkert líf er til nema Guð. Þá hugsa menn sér t. d., að lífið sé draumur Drottins, eða lífið sé eins konar líkamning Guðs, sem sé allt í öllu. Hvað sem sannleika þess líður, er það rökrænt. Menn geta líka talið sér réttmætt að rökstyðja þá skoðun, að náttúran hin sýnilega sé ein til — en enginn Guð. Því að al- vitað er, að ekki eru til neinar „algildar" sannanir fyrir til- veru Guðs. Hins vegar er ég einn þeirra ótal manna, sem telja trúna á tilveru Guðs veita mönnum þá einu ,,skynsamlegu“ skýringu á lífinu, sem upp hefir komið. Enda tel ég og, að Guð hafi opinberað oss mönnunum tilveru sína. En að telja lífið guð er enn meiningarlausara en segja: skáld- skapurinn er maðurinn og enginn maðurinn nema skáldskap- urinn. Þótt Stefán G. sé borinn fyrir fyrri fullyrðingunni, gefur það

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.