Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Síða 23

Kirkjuritið - 01.12.1959, Síða 23
KIRKJURITIÐ 453 og árum saman ekkert, fyrir þetta erfiði, aðeins unnið það af sérstæðum áhuga á framgangi kristni og kirkju. Prestafélag íslands og íslenzka kirkjan standa hér í mikilli þakkarskuld. Sjálfur vil ég leyfa mér að þakka herra Ásmundi fyrir það traust, er hann sýndi mér, þegar hann bauð mér að gerast með- ritstjóri sinn á sínum tíma. Það samstarf hefir verið mér til lærdóms og mikillar ánægju. Ég veit, að dr. Ásmundur slítur ekki bönd sín við ritið frem- ur en kirkjuna. Ég vona, að hann eigi fjölmargt óunnið enn á þeim sviðum. Honum og fjölskyldu hans bið ég blessunar Guðs. Gunnar Árnason. Til lesenda Kirkjuritsins. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá því, er Prestafélagsritið hóf göngu sína undir ritstjórn séra Sigurðar P. Sívertsens prófess- ors. Hvatti hann mig þá þegar til þess að skrifa í það, og varð ég við þeim tilmælum árin, sem það kom út, 1919—1934. Þá tók Kirkjuritið við, og vorum við báðir ritstjórar þess 1935—1937. En hann andaðist 9. febrúar 1938. Hafði hann leyst ritstjómina af hendi með ágætum, og varð mér hin mesta eftir- sjá að samstarfinu við hann og minnist þess með þökk. Tvö næstu árin var ég einn ritstjóri Kirkjuritsins, en þá gerðist dr. Magnús Jónsson meðritstjóri minn og var það árin 1940—1948 og 1954—1955. Hvíldi ritstjórnin meir á mér fyrri árin, en á honum hin síðustu. Svo hefir einnig verið um með- ritstjóra minn 1956—1959, séra Gunnar Árnason. Kann ég báð- um þessum mönnum beztu þakkir fyrir mjög gott samstarf. Með þessu hefti Kirkjuritsins læt ég nú af ritstjórn þess, er ég hefi gegnt í aldarfjórðung. Ég óska því heilla og gengis á komandi tímum í þjónustu kristni og kirkju íslands. Ég þakka lesendum Kirkjuritsins og öllum þeim, er hafa stutt það með greinum og unnið að útbreiðslu þess. Ég óska þeim gleðilegra jóla, árs og friðar og blessunar Guðs um aldur. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.