Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 26

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 26
456 KIRKJURITIÐ „Vér undirskrifaðir, sem erum óánægðir með ýmislegt í fyr- irkomulagi Þjóðkirkjunnar og komnir til þeirrar sannfæringar, að fríkirkjufyrirkomulagið muni reynast heppilegra og sé eftir hlutarins eðli í alla staði réttara, lýsum því hér með yfir, að vér viljum taka þátt í að stofna fríkirkjusöfnuð hér í Reykja- vík. Vér viljum fylgja málefni þessu fram í einum anda með stillingu og staðfestu og gera allt, sem í voru valdi stendur, til þess að það megi fá góðan framgang og verða til eflingar sannri trú og siðgæði meðal vor.“ Ekki er vitað, hve margir skrifuðu undir þessa yfirlýsingu. En á prentuðu skjali nokkru á 4 tungumálum, sem hangir inn- rammað á skrifstofu kirkjunnar, stendur meðal annars, að stofnendur hafi verið 28. Líklegra er, að það sé tala þeirra, sem gengust fyrir að senda út yfirlýsinguna, fremur en allra, sem undirrituðu, því að allmarga segir séra Ólafur þá hafa verið í 25 ára minningarriti kirkjunnar. Og 250 manns gengu í söfnuðinn við stofnun hans 19. nóv., eftir því sem blöð segja frá þeim tíma. I fyrstu safnaðarstjórn voru þessir menn: Arin- björn Sveinbjarnarson bókbindari, Þórður Narfason trésmiður, Sigurður Einarsson (vkm.), Jón Brynjólfsson kaupmaður og Gísli Finnsson járnsmiður, og í safnaðarráði: Jón G. Sigurðs- son og Ólafur Runólfsson. Fyrsti prestur safnaðarins var séra Lárus H. Halldórsson og hafði hann verið með í ráðum um stofnun hans. Séra Lárus var gáfu- og hæfileikamaður mikill og þjóðkunnur, þegar hér var komið sögu. Hann hafði fyrst verið prestur á Valþjófsstað og prófastur í Norður-Múlapró- fastsdæmi og þingmaður um tíma fyrir sýsluna. Hann var óánægður með margt innan þjóðkirkjunnar og vildi ekki við það una, einkum ýmsa helgisiði. Prestsskrúða og tón vildi hann og helzt ekki nota, taldi þetta tildur og prjál. En heitur trú- maður var hann á Guðs orð eftir lúterskum sið, en mun síðari ár sín hafa hallazt nokkuð að aðventisma. Hann hætti prests- skap hjá þjóðkirkjunni og gerðist prestur fyrsta fríkirkju- safnaðarins á íslandi. Var hann á Reyðarfirði og hafði komið sér upp kirkju á Eskifirði. Séra Lárus var prestur þar 1887 —1899, er hann fluttist hingað suður. Sennilegt er, að gérskoð- anir hans hafi valdið því, að hann varð ekki prestur fríkirkj- unnar hér nema 3 fyrstu árin. Eftir það gerðist hann kennari við Lærða skólann. Það, sem fyrir fríkirkjumönnum vakti hér,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.