Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.12.1959, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 457 sýnist fyrst og fremst hafa verið að losna alveg við alla íhlut- un rikisins og standa á eigin fótum. Eftir að þeir höfðu byggt kirkjuna við Tjörnina, var þar hið sama guðsþjónustuform viðhaft og í þjóðkirkjunni. Helgisiða- bók hennar hafa og fríkirkjuprestar allir síðan notað. Söfn- uðurinn var stofnaður á öldungis sama trúargrundvelli og nefndur frá upphafi því heiti, sem hann enn ber: Hinn evang- elisk-lúterski fríkirkjusöfnuður í Reykjavík. í afmælisgrein einni lýsir séra Árni Sigurðsson hlutverki hans á þessa leið: „Fríkirkjusöfnuðurinn er samtök kristinna manna, sem vilja vinna að því sama, sem kirkja Krists frá upphafi vega sinna hefir unnið að: að veita andlega upplýs- ingu, trúarlega fræðslu, uppörvun og hvatning til góðs og bróð- urlegs samfélagslífs, huggun og styrk í erfiðleikum og and- streymi, fagran og bjartan skilning kristindómsins í lífi og dauða. Fríkirkjusöfnuðurinn vill kjósa sér til handa sem sann- kristnum söfnuði sem mesta sjálfstjórn og athafnafrelsi og trú- ir því, að frelsið sé hollast og heillavænlegast þeim, sem með kunna að fara.“ Eflaust hefir séra Árni komið hér prýðilega orðum að hugsun þeirra, er voru í þessum samtökum frá byrj- un. Og þessari stefnu hefir síðan verið haldið fram alla tíð. Fríkirkjusöfnuðurinn á nú 60 ára sögu. Ekki verður hún sögð hér nema í fáum dráttum, enda hefir hún á fyrri merkis- afmælum verið rakin allýtarlega. Einnig er nú í prentun saga Kvenfélags Fríkirkjunnar, sem Jón Björnsson rithöfundur hef- ir tekið saman. Þar koma fram helztu atriðin í sögu safnað- arins til þessa dags. Kvenfélagið er aðeins sex árum yngra. Um starfsemi safnaðarins og vöxt skal þessa getið: Á prestsskaparárum séra Lárusar Halldórssonar voru guðs- þjónustur haldnar í Góðtemplarahúsinu. Hin fyrsta var flutt 1. sd. í jólaföstu eða 3. des. 1899, og mun síðan hafa verið messað hálfsmánaðarlega. Séra Lárus gaf einnig út mánaðar- ritið „Fríkirkjuna" í hálft fjórða ár, 1899—1902. Merkisrit, sem nú er í fárra eigu. Áður en konungleg staðfesting fékkst fyrir safnaðarmynduninni, höfðu stofnendur orðið að heita því að koma sér upp viðunandi híbýlum til guðsþjónustuhalds sem allra fyrst. Höfuðverkefnið var því að sjálfsögðu kirkjubygg- ing. Þetta reyndist býsna mikið átak. Söfnuðurinn var fámenn- ur í byrjun og ekki heldur af efnafólki samsettur. Kirkjan var

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.