Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 30
460 KIRKJURITIÐ 5 menn veitt söfnuðinum mikla og góða þjónustu. Einnig hefir kirkjan alltaf haft góðum söngkór á að skipa. Árið 1935 var byggt íbúðarhús fyrir prestinn. Það stendur við Garðastræti. í því er lítil kapella til að skíra í og gifta. Fyrir nokkrum árum voru ný hitunartæki sett í kirkjuna. Kostaði það yfir 60 þúsund krónur. Og nú nýlega rafmagns- tæki til að hringja með klukkunum. í þessum framkvæmdum safnaðarins að kalla öllum er varla ofmælt, að kvenfélag hans hafi verið lífið og sálin. Þá hefir ekki heldur Fóstbræðrafé- lagið, sem stofnað var 1950, látið sinn hlut eftir liggja. Þó að það félag eigi sér ekki enn langa sögu, hefir starfsemi þess og fjárframlög verið söfnuðinum mikill styrkur. Það keypti t. d. og lét setja upp rafmagnstækin við klukkurnar og sömuleiðis hátalarakerfi í kirkjuna með heyrnartól í nokkrum bekkjum, og þá hefir það einnig séð um öll útgjöld af viðhaldi orgelsins og hreinsun þess, sem fram verður að fara á fárra ára fresti og kostar töluvert að sjálfsögðu, því að það er mikið fagmans- verk. Margt mætti enn telja, sem lagt hefir verið í mikið fé, en vel er samt söfnuðurinn stæður í dag efnalega, þó að aldrei hafi hann þegið eyri frá ríkinu. Fríkirkjan hefir veitt mörgu og mörgum húsaskjól. Á orgel hennar hafa ýmsir af helztu organistum hér á landi fengið sína kunnáttu og þjálfun, þegar þeir voru nemendur dr. Páls ísólfssonar. Þar hafa og margir fengið inni með sinn boðskap, þótt nokkur annar væri en prests kirkjunnar. Þar flutti séra Haraldur Níelsson sínar prédikanir. Þar var Frjálslyndi söfn- uðurinn til húsa á sinni tíð. Þar hefir Fíladelfía og Hvíta- sunnumenn haft fjölsóttar samkomur með útlendum og inn- lendum ræðumönnum. Og þar flutti Rutherford mál sitt um Pýramídann mikla, og var þá Fríkirkjan troðfull, hvernig sem á því stóð. En þarna hafa einnig verið sungin og spiluð mestu músíkverk, sem hér á landi hafa verið færð upp, svo sem Mess- ías eftir Hándel og Jóhannesarpassía Bachs. Býsna margt hefir breytzt á þessum 60 árum. Varla þarf nú neinn að kvarta um ófrelsi, hvað skoðanir og trú snertir, og hefir ekki þurft um langan tíma. Nú þarf ekki fríkirkju til að boða frjálslyndi á landi hér. Mest er því um vert, ef hún boðar trú rétta með vekjandi áhrifum andans. Og eitt sýnir hún a. m. k. greinilega, að það eru ekki aðeins sértrúar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.