Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 32

Kirkjuritið - 01.12.1959, Page 32
Prestskvennamótið í Sigtuna. Sjöunda norræna prestskvennamótið var haldið í Sigtuna í Svíþjóð dagana 20.—23. ágúst 1959. Fundir voru haldnir í íþróttasal hins fræga menntaskóla (Humanistiska Lároverket), og þar fór setningarathöfnin fram hinn 20. ágúst kl. 12 á há- degi. Þar voru saman komnar um 360 prestskonur, 230 frá Sví- þjóð, 52 frá Noregi, 39 frá Finnlandi, 38 frá Noregi og 1 frá tslandi. Meðal mótsgesta mátti sjá Manfred Björkquist, biskup í Sigtuna, og konu hans, systurnar Britu Brilioth og Yvonne Anderberg, dætur Nathans Söderbloms erkibiskups, og fleiri sænskar biskupsfrúr. Frá Finnlandi voru erkibiskupsfrúrnar Salomies og Lehtonen (ekkja), og frá Noregi frú Smemo, er kom með manni sínum á Skálholtshátíðina 1956. Frá Dan- mörku var biskupsfrú Fuglsang-Damgaard, dóttir séra Carls Wagners, er var lengi prestur á Grænlandi. Frúin er fædd og uppalin á Grænlandi. Hún er vinur íslands og hefir opinber- lega stutt málstað Islendinga í handritamálinu. Frú Brilioth stjórnaði undirbúningi mótsins, og þótti það þrekvirki, þar sem hún hafði misst mann sinn, Brilioth erki- biskup, fyrir nokkrum mánuðum. Hún bar sorgarbúning, og stungu hin svörtu klæði hennar mjög í stúf við létta og lit- skrúðuga sumarkjólana, sem aðrar konur báru. Við innri enda salarins hafði verið komið fyrir ræðupalli, skrýddum blómum. Að baki hans voru reistir fánar hinna fimm norrænu þjóða, er tóku þátt í mótinu. Fáni íslands var í miðj- unni, því að löndunum var raðað í stafrófsröð. Frú Brilioth setti mótið og bauð gesti velkomna. Hún til- kynnti, að drottning Svíþjóðar hefði ætlað að vera viðstödd þessa athöfn, en því miður forfallazt. Var henni þá sent skeyti undirritað af fulltrúum hinna fimm norrænu þjóða. Seinna barst mótinu þakkarskeyti frá drottningu. Þá fluttu fulltrúar gesta- þjóðanna kveðjur: Frú Fuglsang-Damgaard fyrir hönd Dan-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.