Kirkjuritið - 01.12.1959, Síða 36
466
KIRKJURITIÐ
„Víst ertu Jesús kóngur klár“, 3 vers á íslenzku, og var ég
spennt, hvort nokkur mundi taka undir, þegar að honum kæmi,
en hann hafði auðsjáanlega verið æfður, því hann var sung-
inn með hinni mestu prýði. Þetta kom í stað „norræns kvölds“,
sem auglýst hafði verið á dagskránni.
Sunnudag 23. ágúst klukkan 11 var hámessa með almennri
altarisgöngu í Maríukirkjunni. Hinn nýi erkibiskup Svía,
Gunnar Hultgren, prédikaði. Klukkan 12,30 voru fundarslit.
Frú Yvonne Anderberg flutti erindi. Þá stóð til, að gestir móts-
ins færðu frú Brilioth gjöf. Hafði verið keyptur hvítur damask-
dúkur, stór og mikill, í því skyni. Skyldi frú Fuglsang-Dam-
gaard afhenda gjöfina, sem skyldi breidd út fyrir framan fund-
argesti þannig, að einn fulltrúi frá hverju hinna fjögurra landa
héldi hver í sitt horn. Mér hlotnaðist sá heiður að halda í eitt
hornið. Frú Brilioth þakkaði gjöfina og bauð fundarkonum
að koma og eta af dúknum. Því næst flutti hún skilnaðarræðu
og sagði mótinu slitið.
Frú Brilioth var mjög skemmtilegur fundarstjóri. Hún hef-
ir svo mikla kímnigáfu, að hversdagslegustu tilkynningar urðu
spaugilegar í meðferð hennar.
Meðan á Sigtuna-mótinu stóð, bjuggu þátttakendurnir í
ýmsum byggingum, sem Sigtuna-stofnunin á, á bökkum Mála-
rens og dreifðar um hinar skógi vöxnu hlíðar fyrir ofan. Ég
bjó t. d. á Berga, sem er heimavist fyrir stúlkur, sem stunda
nám við menntaskólann (Humanistiska lároverket). Gegnt
Berga stendur Backa, og þar var mötuneyti fyrir þær, sem
bjuggu á Backa og Berga. Áttum við drjúgan spöl að ganga
til íþróttahússins, þar sem fundahöldin fóru fram, um bratta
og óslétta skógarstíga. Hiti var mikill þessa daga, glampandi
sólskin og rúmlega 30 stiga hiti í skugganum.
Dreifbýlið var því til nokkurra óþæginda, og skipulag og
fréttaþjónusta ekki eins góð og verið hafði á Nyborg Strand.
Eins og oft vill verða, reyndist tíminn of stuttur til að komast
yfir allt, sem var á dagskrá. Mest saknaði ég þess, að ekki var
fréttaþjónusta ekki eins góð og verið hafði á Nyborg Strand.
þar sem allar voru saman komnar í hátíðarbúningum (margar
á þjóðbúningum), og hver þjóð lagði fram sinn skerf til þess
að skemmta.
En mótið í Sigtuna var með miklum glæsibrag. Allur viður-