Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Síða 38

Kirkjuritið - 01.12.1959, Síða 38
Bcekur, Þessar erlendar bækur hafa borizt ritinu: Asbjöm Aavik: Ved rikets port. Gry Forlag A/S, Bergen. Þetta er ágæt bók, skemmtileg aflestrar og minnisverð. Höf- undurinn var áður trúboði í Kína, en er nú á Formósu. Efnið er nokkrar frásagnir af því, sem borið hefir fyrir augu hans og eyru. Stíllinn er snjall og fjörugur, sögurnar verða að lif- andi myndum, sumum ógleymanlega áhrifamiklum, eins og sú fyrsta, Palasset, um drenginn, sem var fæddur listamaður, en skammsýn og spillt móðir barði úr lífið. — Þessi bók á gott er- indi til allra. Jakob Straume: Martyrmisjonærane. — Gry Forlag A/S, Bergen. Hér er sögð saga þriggja kristinna píslarvotta í nútíðinni. Fyrst er f jallað um Knud I. Samset, norskan kennara úr Raum- dalsfylki, sem dó í kínverskum fangabúðum 1937. Honum hafði þó áður auðnazt að leggja síðustu hönd á undirbúning kín- verskrar söngbókar, sem talin er prýðisverk. Næsti þáttur er af doktor Tönnes Fröylund, kunnum læknistrúboða, sem var skotinn til bana af „hvítu úlfunum“ árið 1914. Loks segir frá greifasyninum dr. Alexis Berg. Hann fylgdi því boði bókstaf- lega að fórna öllu og vinna meistaranum það, sem hann mátti, unz hann var skotinn til bana í Kína 1947. ... Allt voru þetta merkir menn, og næstum ótrúlegt, hvað þeir lögðu á sig og komu raunar til leiðar, eins og allt var í haginn búið. Ófyrir- sjáanlegt hvað vex upp af því, sem þeir sáðu til. Þeir féllu, en héldu þó velli. Þótt frásögnin gæti verið stuttorðari á köflum, er bókin vel læsileg og margt áhrifaríkt, sem frá er sagt. Dr. pliil Olav Valen-Sendstad: Forsonet med Gud i Kristus. A.S. Lunde & Co.’s Forlag, Bergen. Þetta er önnur og endurbætt útgáfa af alþýðlegu riti um frið- þægingarlærdóm kirkjunnar og samanburður „á fyrirmyndum friðþægingarinnar í G.T. og uppfylling hennar í N.T.“ Enginn skemmtilestur, en greinargott og fróðlegt yfirlit á ýmsan veg, þótt trauðla muni allir alls kostar sammála um niðurstöðurnar. G.Á.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.