Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 41

Kirkjuritið - 01.12.1959, Side 41
KIRK. J U RITIÐ 471 Þjóösagnabók Ásgríms (Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1959). Sannkallað bókardjásn, bæði að efni og umgerð. Mætti kalla þetta hinztu dánargjöf hins ágæta listamanns og brautryðj- anda til þjóðar sinnar, og mun seint fyrnast. Ásgrímur gerði fyrir löngu víðfrægar myndir af sumu ágæt- asta efni þjóðsagnanna, svo sem djáknanum á Myrká, Tungu- stapa, Höllu bóndadóttur og nátttröllinu. Eru nokkrar þeirra prentaðar fremst í bókinni, í litum. Síðan koma um 40 þjóð- sagnamyndir frá síðasta áratug og fylgja þeim sögurnar, sem eru tilefni þeirra. Gils Guðmundsson segir svo í formála: „Allt frá ungum aldri höfðu þjóðsögur verið Ásgrími hugleikið við- fangsefni, og á langri ævi gerði hann margar myndir út af þjóðsagnaefni, blýants- og pennateikningar, vatnslitamyndir og olíumálverk. Aldrei voru þjóðsögurnar honum þó tíðnotaðri efniviður en undir lokin, er hann vann að því af nær ofur- mannlegu kappi nær hverja stund að glíma við verkefni úr myndauðgum heimi þeirra.“ Beztu þjóðsögumar eru óþrotlegur spekibrunnur og sífrjór aflvaki ímyndunaraflsins. Myndir Ásgríms undirstrika ekki aðeins þetta gildi þeirra, heldur gæða þær enn áþreifanlegra lífi. Hver þeirra er mikil saga, hugarheimur. Dr. Einar Ól. Sveinsson hefir skrifað ágætan og skemmtileg- an inngang um Ásgrím og þjóðsögurnar. Prentun og frágangur er íslenzkri iðn til mikils sóma. — Menningarsjóður hefir hér vissulega rækt vel og fallega hlutverk sitt. Menn og listir eftir Indriöa Einarsson. Hlaðbúð 1959. Indriði Einarsson var einn af þeim mönnum, sem settu mest- an svip á bæinn, þegar ég var í skóla. Teinréttur og fríður sýn- um, kvikur í spori, skjótur að hugsa og örmæltur. Skagfirðingur — skáld og hagfræðingur. En frægastur var hann þá og nú sem brauðtryðjandi í íslenzkri leikritagerð og síðan frumherji þess, að reist yrði hér þjóðleikhús. Bókin ber höfundi sínum lifandi vitni. Þetta eru stuttar grein- ar um menn og málefni, f jörlegar og skemmtilegar. Víða bregð- ur fyrir björtum leiftrum, sem varpa ljósi á allan manninn, sem um ræðir — gera hann skýran og minnisstæðan. Indriði var nákunnugur mörgum ágætustu aldamótamönnunum síð- ustu, og er fróðlegt og gaman að lesa lýsingar hans á þeim,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.