Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Síða 42

Kirkjuritið - 01.12.1959, Síða 42
472 KIRKJURITIÐ Hilmari Finsen, Magnúsi Stephensen, Kristjáni Jónssyni og séra Eiríki Briem o. fl. Þá eru þarna greinar um skáld og listamenn, svo sem Einar H. Kvaran, Stefaníu Guðmundsdóttur og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Athugaverð grein er um „mynd“ Bólu-Hjálmars. Af lengri greinum, sem hafa sögulegt gildi, vil ég nefna Þjóðleikhús, og síðast en ekki sízt Norðurreiðina 1849. Þar segir frá sérstökum atburði, sem átti sér rætur í frelsis- hreyfingum 19. aldarinnar. Er Ijóst, að mikið bændaval var þá norðanlands, skapmiklir og stórlátir höldar, sem ekki vildu una neinni kúgun af hálfu konungsvaldsins. Flestum greinunum fylgja myndir. Dóttir skáldsins, frú Guð- rún leikkona, ritar fremst „Nokkrar minningar“ um föður sinn. En sonur hennar, Hersteinn Pálsson ritstjóri, sá um útgáfuna. íslenzkt mannlíf II eftir Jón Helgason ritstjóra. Fyrra bindið var rifið út, og verður sjálfsagt svo um þetta líka. Því að þetta er mikill og góður skemmtilestur. Minnir á afbragðs „essays" enskar. Jón hefir grafið upp sundurleitar sagnir, gætt þær nýju og mögnuðu lífi. Skáldskaparbragðið er svo mikið, að sumir atburðirnir verða vafalítið enn áhrifameiri og minnisstæðari, eftir að Jón hefir farið um þá sínum högu höndum, heldur en þeir voru í hugum flestra samtíðarmann- anna. Bókin hefst á sögunni af æskuástum þeirra Ástríðar Thordersen, dóttur Helga prófasts, sem síðar varð biskup, og Gísla skálds Brynjúlfssonar. Það er vor og ilmur í frásögninni og þó sár tregi undir lokin. Sagan af Jóni Franz leiðir mann líkt og inn í berg, svo gerólíkur er sá heimur þeim, sem við lifum í nú. Og er þó ekki nema öld, sem skilur milli þjóðar- innar þá og nú. Bínefni í Skagafirði er dæmi þess, hversu höf- undi lætur, þegar svo ber undir, að lýsa því á skoplegan hátt, er ein fjöður verður að heilli hænu og mikið rýkur af lítilli móflögu. Hugvitsmaðurinn úr Geitareyjum er rammíslenzk listamanns saga. Ég nefni þessi dæmi af handahófi. Allir kaflarnir ellefu hafa margt sér til ágætis frá hendi höfundar. Hitt er annað mál, að stundum mætti segja um einstök atriði, að þau hefðu mátt liggja í þagnargildi, snertu mest þann, sem hlut átti að máli, enda vildi hann víst helzt, að þau hefðu farið með sér

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.