Muninn

Volume

Muninn - 01.11.1990, Page 4

Muninn - 01.11.1990, Page 4
á móti henni - tómlegt, kalt. "Ég er komin." Nokkru seinna hafði hún hafið ferð sína um landareignina. Það var vetur. Þykk snjóbreiða huldi jörðina og kuldaboli beit strákslega í kinnar hennar eins og til að minna á... Hún stakk höndunum dýpra í vasana. Nokkrir baggar voru eftir í hlöðunni, - orðnir óhijálegir sökiun elli. Engar skepnur voru heldur tú að reyna að vinna á þeim. Hún mundi eftir sér sem klofstuttri pabbastelpu, öslandi á eftir honum, jÆr bæjarlækinn og sem leið lá tU fjárhúsanna. Löng leið í þá daga, en svo lengi sem sást grilla í þykku vdlarvettlingana hans pabba var öUu óhætt. Þegar komið var á leiðarenda hófst barátta við tortryggni gemsanna (sem enn höfðu ekki alveg viðurkennt kjass heimasætunnar) og við að komast sjálfur óétinn með heybagga framhjá hrútunum. Uppi á heystabbanum var heill heimur út af fyrir sig, sem hafði þá náttúru að hægt var að breyta honum á svipstimdu úr ræningjaeyju í tröUahelli, og úr helli í skíðabrekku. Á meðan pabbi kjagaði með moðið út í skurð, söng hún nokkur frumsamin lög við mikinn fognuð u.þ.b. 200 ferfættra tónleikagesta. Hún rölti út aftur, stytti sér leið yfir tU reykkofans, sem kúrði svo lítið bar á inni í hól. Hún þurfti að beygja sig inn um dyrnar. Það eimdi enn eftir af reykjarlykt, þó svo að tvö ár væru síðan jólahangikjöt- ið hékk þar á bitum. Þegar nánar var að gætt, fundust líka eldspýtur á Utlu hillunni í hominu. Hún var komin með stoklcinn hálfa leið í vasann þegar hún gætti að sér. Einhver eldfæri áttu jú alltaf að vera í kofanum, annars þurfti afi heim aftur! Grenitréð í garðinum var vaxið henni upp fyrir höfuð. Það var ekki fyrr en rassinum hafði með þunga sínum og hlýju loksins tekist að þíða snjólagið undir sér á útidyratröppunum, að hún stóð á fætur og gekk inn. Reif sig harkalega upp úr gömlum heimi. Heimi áhyggjuleysis ... hrekkjabragða ... sakleysis. Nú var orðið dimmt. Hún hafði setið lengi, (-á sama stað og jólatréð hafði alltaf 4

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.