Kirkjuritið - 01.05.1964, Blaðsíða 9
K.1RKJURITIÐ
199
hefur rækt lielgustu skyldurnar við barnið sitt: að leiða það inn
í heim trúarinnar, að kenna því að þekkja Guð föður og frels-
arann Jesúm Krist.
Hver eru áhrif kirkjunnar hjá æsku Islands í dag? Er kristin-
dómurinn það ríkjandi afl, er ákvarði hugðir og gerðir æskunn-
ari súrdeigið, sem á að gagnsýra líf hennar allt?
Ef ekki er liægt að svara þessari spurningu játandi, og því
niiður bendir margt til þess, þá er það að verulegu leyti sök
hinna eldri, þeirra, sem áttu að varða veginn og leiða æskuna til
Jesú Krists. Og sterkar líkur eru þá fyrir því, að heimilin liafi
Jnörg hver brugðist lielgum skyldum sínum. Hið góða fordæmi
hefur of óvíða og of sjaldan verið gefið af uppalendunum.
Ymiss vandamál æskufólks, vandamál sérstæð fyrir nútímann,
eru blátt áfram sköpuð af ólilutvöndum mönnum, — mönnum,
er notfæra sér þroska- og reynsluleysi æskunnar í ábataskyni.
Hin siðlausa fjárgróðahyggja hins umfangsmikla skemmtana-
reksturs er þarna ljósasta dæmið. 1 þessu sambandi mætti nefna
s°rpritin alkunnu, þau er unga fólkið virðist svo afar ginkeypt
fyrir. Htgefendur þeirra vekja gjarnan atliygli á þeim með
djörfum myndum og kitlandi, æsandi lesefni. Er þá nokkuð að
undra, þótt slíkt sálarfóður liafi sín áhrif og þau tæpast í hollara
lagi?
Yið þennan áleitna og ósvífna keppinaut verður kirkjan að
elja hverju sinni, sem hún leitar íneð boðskap sinn á vit æsk-
unnar.
Hg þeir eru reyndar fleiri aðilarnir, sem keppa um hugi og
tínia unga fólksins, reyndar sumir hverjir meinlausari, eins og
hl dæmis forgöngumenn hinna fjölþættu íþróttaiðkana. Einnig
löitast stjórnmálaflokkarnir ákveðið og áleitið, við að ná lil
unga fólksins með boðskap sinn, og laða það til fylgis við liann.
En segja má að næstum liver tómstund æskumannsins sé um-
setin af háværum áróðurs og ginningamönnum skemmtilífsins.
En hvernig er ábyrgðarskyn þessara rnanna, það væri fróðlegt
að vita?
í*egar kirkjan liyggst eignast ofurlítinn hluta af tómstundum
•eskumannsins, verður hún að leggja til atlögu við þessa menn.
Hg vissulega er þessi barátta eða samkeppni um hina ungu
újöfn, það er svo ofur eðlilegt. Þarna á kirkjan svo mjög á bratt-