Kirkjuritið - 01.05.1964, Blaðsíða 7
KiUKjuniTin
197
röska tvo áratugina farið að dæmi strútsins, er stingnr nefi
sínu í sandinn.
Þeir virðast ekki hafa fylgzt með atburðum þeim hinum
miklu, er gerzt hafa á þessu tímaskeiði. Eða livort mun þeim
gleymd hin ófrýna og vígtennta ófreskja Nazismans, sú er nm
skeið sýndist ætla að ráða lögum og lofum í álfu vorri? Hverj-
ir voru það, sem fyrstir bentu á og vöruðu við nazistahættunni ?
Það voru einmitt kirkjunnar menn, og þar fremstur í flokki
hinn ótrauði baráttumaður frelsis og mannúðar, þýzki kenni-
niaðurinn Martin Niemöller. En þýzka þjóðin har því miðui
ekki gæfu til að hlýða raust þessara rnanna. Þess í stað ól
hún illyrmið við brjóst sér unz það hafði tekið risavexti, og
hyrlað öllum mannheimi þann bikar böls og ómældra þján-
inga, sem seint mun að fullu tærndur. — Nazistarnir þýzku voru
heldur ekki lengi að uppgötva frá hverjum þeim stóð mesta
haettan. Það var frá kirkju Krists og fulltrúum liennar. Kirkjan
var vissulega stærsti þröskuldurinn á vegi þess, að liin illu og
djöfullegu áform liinnar lirokafullu helstefnu, gætu orðið að
veruleika.
Þess vegna vai nú skeytunum heint að kirkjunni og þjónum
hennar. Og með því liefst einn svartasti kapituli í sögu trúar-
ofsókna, er um getur allt frá tíð hinna heiðnu og grimmlyndu,
rómversku keisara. Sá dökki kapituli segir og frá því, liversu
mannhelgin, kærleikslögmálið og allar góðar dyggðir voru sví-
virtar og troðnar í svaðið af bófaflokki Nazismans.
Hvaða ódæmi ollu því, að ein fremsta menningarþjóð álfu
vorrar, þýzka þjóðin, var slegin sh'kri blindu, leiksoppur svo
glórulauss ofstækis og mannfyrirlitningar?
Skýringin er að minni liyggju sú ein, að fyrir innan gl jáfægða
°g áferðarsnotra yfirborðsmenningu þessarar þjóðar, leyndist
rot, fúi, ýlda. Og inn að þeim óhroða var skemmra en flesta
grunaði. 1 hraðstígri þróun þessarar þjóðar til velferðarríkis
hafði gleymzt að taka eitthvað með. Og þetta „eitthvað var það
nauðsynlegasta af öllu, ekkert annað en mannúðar- og kærleiks-
^lllgsjón kristindómsins. Ekki svo að skilja, að þjóðin hafi opin
herlega varpað trú sinni fyrir borð, heldur reyndist ekki knstin
samvizka þýzku þjóðarinnar sú aðvarandi raust, sá liirtingar-
vöndur, er megnaði að hindra hlóðug áform hins harðskeytta