Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 10

Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 10
200 KtRKJlTHlTIt) ann að sækja. En kirkja Krists vill liiklaust leggja til þessarar atlögu í trausti þess, að hún hafi að bjóða það sem er óendanlega miklu betra en það, sem áróðursmenn skemmtilífsins hafa á boðstólum. Og kirkjan hefur þegar hafið þessa atlögu. Sönnun þess er umfangsmikil æskulýðsstarfsemi á vegum kirkjunnar: stofnun kristilegra æskulýðsfélaga í söfnuðum, vinnubúðir, nemenda- skipti við útlönd o. fl., sérstakur æskulýðsdagur, helgidagur, ]>á er kirkjan kallar unga fólkið til helgra tíða. Óefað mun þetta æskulýðsstarf kirkjunnar, þetta starf, sem liefur það eina mark: að fylkja æsku íslands undir merki Jesú Krists, njóta villiollrar afstöðn þorra manna, enda sízt að undra, svo brýn sem þörfin er fyrir slíkt slarf. Og því fleiri vígi, sem vinnast frá höfuðandstæðingunum, áróðursskálkum skemmtilífs- ins, því meiri von um að björt framtíð og gifta verði lilutskipti hins unga íslands. En hvað' um oss, sem fullorðnir erum, liver eru áhrif Krists vor á meðal? Erum vér öli trúr söfnuður hans, ávallt reiðubú- in að lúta vilja lians og hlýða, þegar liann kallar, — kallar oss til Jrjónustu og fórna fyrir sig? Því miður er æðimargt í þjóðlífinu, er gefur til kynna, að of- annefndri spurningu verði að svara með neii. Eða livað á maður að segja um fjármálalmeykslin, sem annað slagið eru að komast upp, sum hver á háum stöðum? Eða hvað um alla lausungina, allt skemmtanafarganið, drykkjuskapinn? Eða hvað um alla tízkustraumana á hinum ólíkustu sviðum, þetta fyrirbæri, sein er svo undrafljótt að fella menn í andlega ánauðarfjötra? Eða livað um hið pólitíska ofstæki og alla sundrungina, sem það leiðir af sér, já, allar hinar kærleikssnauðu deilur á opinberum vettvangi, deilur, þar sem sá þykist mestur, sem slyngastur er að reyta mannorðið af andstæðingnum? Allt þetta ber að mínu viti órækan vott um, að áhrif Krists á þjóðlíf vort eru alltof lítil. Hið góða súrdeig hefur ekki fengið að sýra allt brauðið. Ymsir mætir menn telja og, að jafnvel sé um beina afkristnun að ræða með Jjjóð vorri á síðustu áratug- um. 1 því sambandi er oss nauðsyn að minnast Jteirrar öfugjn'ó- unar þýzku þjóðarinnar, er fæddi af sér Nazismann, og áðnr var að vikið.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.