Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 12
Jón Hnefill A&alsteinsson:
Skylduboðið skilyrðislausa
Es ist iiberall nichts in (ler Welt, ja iiher-
lianpt aucli ausser derselben zu denken
möglich, was ohne Einschrankung fiir gut
kiinnte gelialten werden, als allein cin
guter Wille.
Immanuel Kant /1724—1804/ liefur löngum verið talinn einn
mesti heimspekingur allra alda, einkum í heimalandi sínu,
Þýzkalandi. En nú um stundir er Kant af mörgum fremstu
heimspekingum veraldar talinn ólániS í lieimspekisögunni og
lionum gefið að sök að liafa leitt heimspekilega hugsun inn á
ófrjóar brautir órökrænnar og torskilinnar djúpspeki. Orðstír
Kants átti rætur að rekja til þess, hve hann var annars vegar
altækur og afkastamikill en hins vegar vegna þess hve torræð-
ur hann er og torskilinn. Verk Kants hafa ekki verið krufin
fullkomlega til mergjar fyrr en forgöngumenn nýrrar rökfræði
koinu fram á síðustu áratugum, sem með nákvæmni vísinda-
legrar rökfræði hafa varpið ljósi á margt það, sem áður var
þoku hulið eða misskilið í sögu eldri heimspeki.
Hér verður ekki fjallað um nema eitt atriði í heimspeki
Kants, skylduboðið skilyrðislausa. Urn það er rætt í riti því,
sem vitnað er til liér að framan, Grundlegung zur Metaphysik
der sitten, sem er lielzta siðfræðirit Kants. Þar gerir hann
greinarmun á eðli ýmissa boða. Hann segir, að öll hoð séu ann-
að hvort skilyrt eða skilyrðislaus, „hypotetisk“ eða „kategorisk“,
eins og liann orðar það. Þessi greinarmunur Kants á boðum er
í dag talinn eitt af því snjallasta og lífseigasta, sem hann liefur
lagt til lieimspekinnar.
Hypotetisk boð segir Kant, að setji fram hagnýta nauðsyn
hugsanlegs verknaðar, sem leið að öðru marki, sem maður vilb