Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 17

Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 17
KIRKJURITIÐ 207 Sálmur II HeyriS, kirkjuklukkur okkar kalla enn meS björtum róm, allar stéttir, allir flokkar eiga þar sinn helgidóm. Komdu systir, komdu bróSir, kirkjan laSar, allra mó&ir. Komum, göngum kirkjuveg. Komum, gleðjumst, þú og ég. Kirkjan forðum feðrum geymdi frið í hjarta og sálubót, þaðan lífsins lindin streymdi Ijúf og tær um hjartans rót. Turninn hátt til himins bendir, himnastigann enn eru sendir góðir englar guði frá, gista jörðu mönnum lijá. Eins og barnsins minnist móðir mun ei Kristur gleyma þér, þar er vinur, þar er bróðir, þyngsta fórnin gefin er. Hrœðstu ekki, heimi er stjórnað, hér er enn af kærleik fórnað, trúðu, maður, trúðu á hann, trúðu á guð og kœrleikann. Heyr, með klukknahljómnum breiðist helgidagsins tigni blær, hryggð og ami hugans eyðist, hjartasárið opna grœr, gleymist angur, eyðist mœða, allt mun kœrleikurinn gra'ða, honum búðu hjartastað helgan frið þér veitir það.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.