Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Page 18

Kirkjuritið - 01.05.1964, Page 18
Gunnar Árnason: Pistlar Ósamrœmi Háværar raddir eru uppi um það í Afríku og Asíu, að kristni- boð evrópískra kirkjudeilda geti ekki haldist lengur í óbreyttri mynd. Alls ekki eingöngu af þjóðernislegum ástæðum. Einnig vegna klofnings liinna gömlu kirkjudeilda. Trúnemarnir skilja ekki, livers vegna kristnir menn eru ekki allir eitt. Því síður livað þeir leggja mikla álierzlu á það, sem skilur. Af þessu verð- um vér að læra samhug og samstarf einnig liér á Islandi. Ekki svo að skilja að liér séu neinir eldar uppi innan kirkjunnar. Eittbvað annað. Líklega er engin kirkja öllu friðsælli í allri ver- öldinni. Þó gætir nokkurs skoðanamunar, sem vonlegt er, og kemur það út af fyrir sig ekki að sök. En það skortir nokkuð á beint samstarf lærðra og leika. Og til er ósamræmi í boðun og við bclgiatliafnir, sem lilýtur að leiða til ills og verður þess vegna að lagfæra. Ég nefni eitt atriði af því taginu. I helgisiðabókinni stendur hvarvetna þar sem trúarjátningin kemur við sögu upprisa dau&ra, í lok þriðju greinarinnar. En til mun vera að einstöku prestar setji í staðinn upprisu holdsins eins og stóð lengi á sínum tíma á þessum stað. Það er varliuga- vert, ekki sízt gagnvart fermingarbörnum, ef kannske nágranna- prestar nota sitt livort orðalagið. Hitt samt enn verra að nú eru í gangi barnasálmabækur með báðum þessum myndum. Hér er vitanlega uin gamall deilumál að ræða, sem að sjálf' sögðu er enn tímabært að rökræða. Og mér finnst skylt að ver prestarnir gerum það í bróðerni, einlægni og góðvilja og kom- um oss saman um hvað á að gilda — hvernig orðalagið á að vera í lielgisiðabókinni, sálmabókinni, barnalærdómskverunum og öðrum bókum, sem almennt eru notaðar af kirkjunni. Ég lief orðið þess var að leikmenn lmeykslast á þessari

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.