Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 24

Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 24
SigurSur Kristjánsson: Viðtal við sveitarhöfðingja Fyrir skömmu var liér á ferð og heimsótti mig, Páll Pálsson, hreppstjóri, Þúfum í Reykjafjarðarhreppi. Notaði ég þá tæki- færið og lagði fyrir hann nokkrar spurningar í sambandi við hin mörgu félagsmálastörf hans, einkanlega þau, sem kirkju- málum viðkemur, en liann liefur látið sér annt um allt það, sem þau mál snertir og er einlægur sonur þeirrar kirkju, sem svo inargir forfeður hans hafa þjónað, margir þeirra af fremstu mönnum þjóðarinnar á sínum tíma. Hann á einnig að telja til æðstu vahlsmanna liennar á næstu öhlum, þannig er hann sjötti maður frá séra Jóni Steingrímssyni, hinum merka og þjóðkunna eldklerki. Fimmti maður er hann frá Ólafi Stephensen, stift- amtmanni, valdamesta manni á sinni tíð hér á landi, fjórði niað- ur er hann frá séra Þorvaldi Böðvarssyni, sáhnaskáldi í Holti- Þá er liann þriðji maður frá Páli Melsteð, amtmanni og séra Friðriki Eggerz í Akureyjum. Hvar og hvenær ertu fæddur, Páll? Ég er fæddur á Prestsbakka í Hrútafirði hinn 10. september 1891, sonur séra Páls Ólafssonar og Arndísar Pétursdóttur Egg' erz. Frá Prestbakka fluttu foreldrar mínir í Vatnsfjörð 1901, þar sem faðir minn var prestur til dauðadags 1928. Við fædd- unist 14 systkinin, en 11 náðu fulltíðaaldri, þurfti ]>ví heimilið mikils með. Faðir miiin hafði stórt bú á Presthakka, þar er líka æðarvarp og selveiði, sem hvort tveggja var stundað með góð- um árangri. Þá voru landkostir ekki minni í Vatnsfirði og hlunnindi, sem kunnugt er, selalátur og æðarvarp. Dúntekja var mikil í Vatnsfirði, enda liggur ein eyja undir staðinn, Borg- arey. Mest man ég eftir 55 kg af dún þar, en frostaveturinn 1918

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.