Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1964, Blaðsíða 25
KIKKJUUITIÐ 215 féll fuglinn, en varpið náði sér þó furðu fljótt, þótt það yrði aldrei eins og áður. Nú má heita að varpið sé að mestu horfið, hvað sem veldur, úr eynni. I prestskapartíð föður míns mátti heita svo, að allt væri í liinu ganda kerfi um þjóðlífs- og búnaðarhætti alla. Hann rækti vel embætti sitt, messaði svo að segja hvern helgan dag, enda kirkja þá enn sótt af öllum þorra manna. Þá voru húslestrar tíðkaðir á hverju heimili í prestakallinu, ekki einungis á helg- mn dögum, heldur og líka á liverjum degi alla föstuna og passíu- sálmarnir þá sungnir og heima lijá okkur tíðkuðust húslestrar a hverju kvöldi alla veturna. Heimilisfólkið lagði þá niður storf á meðan á liúsleslri stóð og hlustaði á með andagt og tók tmdir sönginn. Þetta skapaði festu á heimilinu og sönghæfni manna, enda svo, að allur söfnuðurinn söng með við guðsþjón- tisturnar í kirkjunni. Minnist ég rnargra liljóðra slunda í sambandi við lnislestrana °g guðsþjónusturnar, sem liafa veitt mér styrk í lífinu, svo hugsa eg að fleiri gætu mælt. Faðir minn tók alltaf fermingarbörnin heim til sín á vorin til tmdirbúnings fermingarinnar. Kom það þá stundum í lilut móð- l)r minnar að búa þau að klæðnaði út til fermingarinnar, því fátækt var mikil á barnmörgum heimilum. Stundum létu líka foreldrar mínir sækja börnin lieim á örbjarga heimili eða ef illa stóð á þar t. d. vegna veikinda. Þannig var fjögurra ára stulkubarn sótt á eitt heimilið til dvalar í veikindum móðurinn- ar. Svo fór, að hún varð fóstursystir okkar systkinanna og dvaldi ^já foreldrum mínurn til fulltíða aldurs. liefur komið mikið við félagsmál sveitar þinnar og héraðs. Hvað viltu segja mér af félagsmálastarfi þínu? Já, ég hef borið gæfu til þess að öðlast traust sveitunga minna °g samfélags og vera trúað til forustu um ýms þau félagsmál, sem óhjákvæmileg eru í þjóðfélaginu. Ég hef borið lilýjan liug *d kirkju minnar. Bæði er það, að ég er uppalinn á kirkjustað °g prestaheimili og fylgdist því náið með starfi föður míns. Ég fann því e. t. v. betur nauðsyn þess, að vinna að kirkjumálum soknarinnar. Ég hef verið meðhjálpari í Vatnsfjarðarkirkju í ár, auk þess, sem ég lief verið jafnlengi formaður sóknar- uefndar og safnaðarfulltrúi lief ég verið í áratugi. Þá hef ég og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.