Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Page 28

Kirkjuritið - 01.05.1964, Page 28
Staðreynd andans Ég las nýlega smágrein, sem snertir þær rannsóknir, sem vikið var að ekki alls fyrir löngu Iiér í ritinu, að aðkallandi væri á andlega sviðinu. Dr. J. B. Rliine er maður nefndur og mun einna kunnastur sálfræðinga, þeirra, sem nú eru uppi. Hann er forstöðumaður rannsóknarstofnunar yfirskilvitlegra fyrirbæra, sem er ein deild Duke liáskólans í Bandaríkjunum. Hann ritaði greinina, sem ég nefndi og verður liér endursagt höfuð efni liennar, samkvænit World Christian Digest: „Við hjónin, sem erum lífeðlisfræðingar að mennt, tókuni fyrir fjörutíu árum síðan að kynna okkur og rannsaka á vísinda- Iegan liátt, hvort unnt muni vera að hafa samband við andlegan lieim, eins og margir halda fram. Þetta olli því, að við hurfum að Dukeháskóla og stofnuðuin ásamt William McDougall til þeirra rannsókna á ESP — yfir- skilvitlegum fyrirbærum -—, sem orðið liafa víðkunnar. Við höfum komizt að því og fært sönnur á það með tilraun- um, að allur persónuleiki mannsins verður ekki skýrður út fra lífeðlislegu sjónarmiði. Hann getur öðlast þekkingu án þess að skilningarvitin komi þar við sögu. Hann getur líka revnzt óháð- ur tíma og rúmi. Þessi persónulegi eiginleiki er af fræðimönnuni nefndur „psi“. Honum fylgir m. a. fjarhrifnigáfa, skyggni og forvitrun. Þar sem hér er um ólíffræðilegan mátt að ræða er ekkert þvi til fyrirstöðu að kalla liann andlegan. Og nú vaknar spurningin: tilheyrir hann þeim hluta mannsins, sem getur lifað af jiað, seni vér köllum líkamlegan dauða?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.