Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 29

Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 29
KIHKJURITIÐ 219 Svarið við þessari spurningu er næsta torvelt sakir þess, að skýra má mörg fyrirbæri á fleiri en einn hátt. Fyrir nokkrum árum kom til mín hershöfðingi og kona hans, sem misst liöfðu son sinn. Skömmu síðar fannst móðurinni að hönd væri lögð á öxl sér og í gegnum táramóðu þóttist liún sjá son sinn. Hann virtist alheill og glaður og hann sagði: „Hresstu þig upp, mamma. Mér líður vel. Það er ekki líkt þér að láta svona hugfallast“. Móðirin spurði mig, livort þetta liefði verið sonur sinn. Vísindin viðurkenna aðeins einn sannleika og ég varð að svara ú þessa leið: „Ég get ekki gefið yður ákveðið svar. Hér getur verið um sjálfsblekkingu að ræða. Hins vegar er hugsanlegt, að þetta liafi gerzt fyrir utanaðkomandi áhrif. Að sonur yðar hafi lifað af dauðann. En um enga áþreifanlega sönnun er að iæða“. Stundum ber samt við að fólk verður fyrir reynslu, sem færir visindalegar sannanir fyrir því að um eitthvað sérstætt er að ræða. Eitt sinn á síðari lieimsstyrjaldarárunum bar það við, að mað- ur nokkur hrökk upp af svefni, vakti konuna sína og sagði: »Mig var að dreyma að Joe, hróðir minn, var felldur í árás. Hann vill að ég skýri föður okkar frá því“. «Æ, elskan mín, þetta hefur bara verið martröð. Leggðu þig nftur útaf og sofnaðu“, svaraði konan. Þetta gerðist 26. júlí 1945. Viku síðar harst símskeyti um, að Joe liafði fallið í árás, þennan dag. Kom Joe sjálfur, eftir lát sitt, með þennan hoðskap til bróður sins? Hér er ekki því til að dreifa að liarmur mannsins liafi get- ah valdið sjálfsblekkingu. Þetta er ómótmælanlega yfirskilvit- legt fyrirbæri. En það er ekki óræk vísindaleg sönnun fyrir framhaldslífi. Maður getur hins vegar sagt: „Það kann að sýna það“. Margir vitnisburðir um framhaldslíf virðast koma fyrir milli- í?iingu miðla, eins og alkunnugt er. Fyrir nokkrum árum leitaði harmþrungin ekkja til einkamiðils, sem flutti lienni þau skila- hoð að maður hennar liefði ekki tekið mikið út við andlátið, en þess liafði hún heðið heitast. Sagan er ekki þar með öll.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.