Kirkjuritið - 01.05.1964, Page 32
Jón Kr. tsfeld:
Messuskýrslur
Guðmundar
Guðnasonar
i
Oft heyrist talað um það, að skýrslugerð sé orðin umfangs-
mikil hér á Islandi. Margir liliðra sér hjá J)ví að útfylla öll þau
eyðublöð, sem J)eim eru fengin í hendur.
Það má því teljast til nokkurrar nýlundu, ef menn rekast á
einhvern, sem leggur á sig skýrslugerð af sjálfsdáðum og þar
að auki sér til gamans og nokkurs gagns. En ef menn hitta fyrir
slíkan mann, vekur hann talsverða eftirtekt og skýrslugerð lians
hlýtur að vekja meir en litla athygli.
Fyrir örfáum árum frétti ég af slíkum manni og kynntist hon-
um smávegis litlu síðar. Nokkur tími leið, þar til ég kynntist
manni þessum nánar. En J)að var ekki fyrr en nýlega, sem ég
fékk tækifæri til þess að kynna mér skýrslur hans. Þess vegna
langar mig nú til þess að minnast fáum orðuni á manninn og
skýrslugerð lians.