Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 36

Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 36
tío Giertz: Umboð prestsins Ef einhver vill verða prestur, verður liann að vera á valdi Krists. Ef einhver er sendur til þess að tala í hans nafni, næ|lir ekkert hálfkák. Presturinn er þræll Krists. Hann á að vera undir stjórn drottins síns, knúinn af Heilögum anda og altek- inn af þeirri ástríðu að þjóna málefni hans. Og það þýðir einnig að vera haldinn þeirri ástríðu að þjóna og hjálpa fólk- inu, sem lausnarinn lét líf sitt fyrir. Aðeins þá verður umboð lians umboð Heilags anda, sem ekki rífur niður, heldur byggir upp. Þetta umboð tjáir sig ekki á fundum safnaðarins eða kirkjuþingum, lieldur verða menn miklu fremur varir við það í predikunarstólnum. Þar er það augljóst, að presturinn væntir þess, að predikun hans komi einliverju til leiðar, en einnig það að hann er ekki að leitast við að fá sínum vilja framgengt. Hann er kallarinn, sem talar í nafni Konungs síns til þess að vekja þá, sem sofa, hugga lirjáða og styrkja trúaða. Prestur- inn hefur haft þá fyrir sjónum lnigskots síns, er hann var að undirbúa ræðuna. Hann sá andlit þeirra fyrir sér, er liann íhug' aði orðið. Áhyggjur þeirra og freistingar fylltu huga hans. H ann var að hugsa um þá, ekki um álit sitt sem predikara- Aftur og aftur liefur hann beðið fyrir þeim, hann hefur beðið þess, að Guð fyrir tilstilli ræðu hans veki þá af skeytingaleys- inu eða tendri með þeim eld frelsandi trúar. Þetta ósvikna umboð er ávallt hlýtt og ástríðufullt, það sprettur aldrei af særðri hégómagirnd eða persónulegri hefm- girni. Predikarinn getur auðvitað verið alúðlegur og þolinmóð- ur, svo lengi sem liann finnur sig virtan og sér tekið með vin-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.