Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 37

Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 37
227 KIRKJUIUTIÐ semd. Það er að'eins, þegar honum er andmælt eða ögrað, að hann verður livassyrtur í predikun sinni. En slík vandlæting verður að teljast vandlæti reiðinnar og skapríkis. Slíkt getur ahlrei af sér ávexti iðrunar og lífs. Allir geta séð að presturinn er að halda fram sínum málstað og er að nota vopn lögmálsins gegn andstæðingum sínum. Áminningar lians liafa engin ahrif, hegar þær eru ekki af Guðs anda og titrandi hjarta, sem hefði heldur kosið að þegja, en af kærleika er neytt til þess að tala. hað ætti því að vera sérstakt áhugamál prestsins að predika iðrun samvizkusamlega og ijóst, einmitt þegar allir eiu sérstak- lega vingjarnlegir og alúðlegir í hans garð. Þá er einmitt tim- inn, er liann liefur stærsta tækifærið til að hjálpa þeim. Þá er bað auðveldara fyrir þá að skilja, að „vér erum erindrekar í Krists stað, eins og það væri Guð, sem áminnti fyrir oss ., Ef til vill vekur þetta ineð mörgum prestinum að nýju þá spurningu, sem enginn prestur kemst undan: Hefur þú nokk urn tíma predikað orðið aðeins vegna sálnanna, án liugsunar um Inn áhrif, burtséð frá því, livort þú varst ánægður með frammi- stöðu þína eða þjáðist af minnimáttarkennd. 1 návist Guðs verður þessari spurningu aðeins svarað á einn Veg: Faðir eg lief syndgað á móti himninum og fyrir þér. Eg er ekki framar verður þess að kallast prestur þinn. Þú hefur sýnt mér hinn mesta trúnað og falið mér göfugustu köllunina, og s»nu lief eg eftir öll þessi ár sarna stolta sjálfshyggjufulla hjart- að, hungrað eflir hrósi og hrætt við þjáningar og erfiðleika. Sá prestur, sem er allur við þjónustu sína, mun ohjákvæmi- Kga finna dag hvern þennan flein í holdi sínu. Hinn gamli Ádam dó ekki við vígsluna. Hann lieldur áfram að lumbra á °kkur þessi sannkallaði Satans engill. En hinn undursamlegi hraftur Krists birtist e. t. v. fyrst og fremst, þar sem hann get- ur breytt syndurn okkar í helgunarmeðul og ósigrum okkar í siSra fyrir hans málstað. Þegar engill Satans lumbrar á mér bá er það til þess „að eg skuli ekki hrokast upþ“. Sérhver at- iaga liins gamla manns verður nýtt tilefni til þess að snúa s< i ti! Krists, til þess að hahla mér fast að honum, sem einn getnr 8*tt mitt spillta lijarta við Guð, sem einn liefnr vald til ])ess að hjálpa vesölum presti í gegnum allar freistingar hans. Þeg- ar eg geri mér ljóst, að það er kraftaverk, ef prestur verður

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.