Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 38
228
KIRKJUHITIÖ
hólpinn, þá reyni eg fyrir alvörn þann sannleika, að Kristur
er raunverulegur lausnari raunverulegra syndara.
Þess vegna þurfum við ekki að hafa það fyrir síðasta orðið,
að það sé undur, ef prestur verður hólpinn. Við getum einnig
sagt: Af því að eg er prestur, veit eg, að jafnvel stærstu synd-
arar geta orðið hólpnir.
(Úr Herdahrev till priisterskapet oeh försanilingarna i Göteborgs stifl cfl-
ir I5o Giertz biskup. Hér farið eftir enskri þýðingu í Minister’s Prayer Book,
ed. by John W. Doberstein). — K. B.
Prestastefnan
Eins og prestum er kunnugt, lieftir verið ákveðið, að frain-
kvæmdanefnd Lútlierska Heimssambandsins haldi næsta aðal-
fund sinn í Reykjavík, dagana 30. ágúst til 6. sept. n. k.
Hér er um viðburð að ræða, sem er einstæður í sinni röð og
kirkja vor hlýtur að gefa mikinn gaum. Mér þykir eðlilegt og
æskilegt, að prestar reyni eftir því, sem við verður komið, að
vera viðstaddir, þegar fundur þessi liefst með guðsþjónustu i
Dómkirkjunni sunnudaginn 30. ágúst, og einnig við setningar-
athöfn daginn eftir. Þá verður síðar í vikunni í sambandi við
þingið, samkoma, sem ísl. kirkjan gengst fyrir, þar sent ein-
hverjir gesta vorra flytja ræður og ávörp. Sunnudaginn 6. sei>t-
munu og ýmsir þeirra prédika í kirkjum Reykjavíkur og na-
grennis.
Með tilliti til þessa Iief ég ákveðið, að prestastefna þessa ars
verði seinl í ágúst, rétt áður en fundur Lútherska Heimssain-
handsins liefst, þ. e. í vikunni fyrir höfuðdag. Hafa
ar, sem ég lief getað borið þetta undir, verið þessa
fýsandi og vona ég, að það mælist yfirleitt vel fyrir.
Dagskrá synódunnar verður auglýst síðar. Aðalmál hennai
verður fermingin, undirbúningur liennar og framkvæmd.
Sigurbjörn Einarsson■
þeir prest-
eindregi^