Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 44

Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 44
234 KIRKJUHITIÐ þeirra kirkna, sem ekki teljast eiga þessa röð' eru talin gild en „irregul- ar“. Ritningin er talin hafa úrskurð- arvald í trúarefnum og í trúarjátn- ingu kirkjunnar og i vígslurituali presta er talað um „the suffieienci of tlie Holy Seriptures for salva- tion“. Samband ríkis og kirkju á Englandi jelst í ejtirfarandi: Konungurinn verður að tilheyra ríkiskirkjunni, aftur á móti ekki ráð- lierrar. Erkibiskuparnir krýna kon- unginn, bænir eru fluttar í háðum deildmn þingsins, og 26 hiskupar sitja í efrideild þingsins. Réttindi ríkisins eru þau, að forsætisráðlierra tilnefnir alla hiskupa og dómpróf- asta svo og í nokkur fleiri prests- embætti. Þingið setur kirkjunni lög. í enska skólakerfinu nýtur ríkis- kirkjan engra sérréttinda. Flestir skólar eru ríkisskólar. Kristindóms- fræðsla er í skólunum, en ekki liundin við framsetningu neinnar kirkjudeildar. Ríkiskirkjan og frí- kirkjurnar hafa sína eigin skóla, þar sem kristindómur er kenndur með sérkennum kirkjudeilda, og eru þessir skólar studdir af ríkinu. Fáir óska eftir skilnaði ríkis og kirkju, en nokkuð stór hluti vill meiri sjálfsstjórn til handa kirkjunni, einkum með tilliti til lagasetninga fyrir kirkjuna og áhrifa á tilnefn- ingu hiskupa. Anglikanska kirkjan hefur þrenns konar embætti: biskup, prest og djákna. Sérstök vígsla tilheyrir hverju emliætti. Djáknar hafa leyfi til þess að lesa guðspjall í guðsþjónustum og til þess að predika eftir ósk biskups og lil þess að aðstoða við útdeilingu sakramenta. Prestar liafa vald til þess að predika og hafa um hönd sakrainenti. Riskuparnir hafa auk þess vald til þess að vígja og ferma. Anglikanskir prestar meta mikils sálusorgun hiskupa gagnvarl prest- um sínum. Erkiliiskupsdæmin eru tvö, Can- terhury og York. Erkibiskupinn af York her titilinn „Primate of Eng- land“, en erskibiskupinn af Canter- liury „Primate of all England“. Biskupsdæmi eru 43 (30 í Canter- liury og 13 í York). Auk þcss eru vígslubiskupar til aðstoðar biskup- um. Sóknarprestar eru 13000, auk þess 45000 kapellánar og aðstoðar- prestar. Tilnefning í prestsemliætti skiptist þannig : Af krúnunni 900, af biskupum 3000 og af öðrum stofn- ununi kirkjunnar 2000, af háskólum 850, rúmum lielming embættanna eða 7000 er ráðstafað af leikmönnum ineð veitingarétt. (Heimild m. a. KonfessionskunnskaiJ, eftir Einar Molland, Land og Kirke, Oslo). Deilt um kristindómsfræðslu í skólum í Svíþjóð Til skamms tíma liafa ekki verið átök urn það hvort trúarleg fræðsla skyldi vera i opinberum skólum i Svíþjóð. Flestir gagnrýnendur kirkj- unnar voru því sainmála, að nokkrar kennslustundir í viku í trúarfræðum væru æskilegar. Leiðtogar kirkjunn- ar gerðu ekki kröfu til þess, að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.