Kirkjuritið - 01.12.1965, Side 8
438
KIRKJURITIÐ
vígslu og lieiðursborgari, en slíkan heiður geta fleiri lilotið, en
]>að var og verður aðeins einn séra Bjarni. Enginn liefur villzt á
]>ví, við hvern væri átt, er talað var um séra Bjarna. Og það hef-
ur ekki verið annað virðingarheiti meira í kirkjunni en þetta.
Á bak við liinn venjulega preststitil og algenga nafn var ínaður,
sein var ekki aðeins óvenjulegur, raunar einstæður að gerð,
lieldur meiri sjálfur eu hvert það hlutverk og allur heiður, sem
lionum féll í skaut. I hugum fjöldans var liann presturinn, í
margvíslegum aðstæðum gátu menn ekki hugsað sér neinn ann-
an í hlutverki prestsins en hann, hvort sem menn gerðu sér
grein fyrir því, eða ekki, hafði hann mótað liugsjón þeirra um
það, hvernig prestur eigi að vera, og það vil ég þakka fyrir liönd
kirkjunnar á íslandi, að sú liugsjón var í liugum svo margra og
um svo langa tíð mótuð af slíkum manni, sem hann var.
1 skýrslum er svo að orði komizt, að séra Bjarni sé fæddur og
uppalinn í Mýrarliolti við Reykjavík. Reykjavík var lítil þá,
náði ekki vestur að Mýrarholti. En Mýrarholt náði til hennar.
Þaðan kom sá, sem markaði einn sterkasta persónudráttinn í
svipmót hennar um langan aldur. Reykjavík liefur vaxið á því
skeiði, sem liðið er síðan fátækur drengur vappaði úr lilaði í
Mýrarliolti, liún liefur stækkað út yfir holtin og mýrarnar, en
hún liefur einnig vaxið af því að eignast drenginn frá Mýrar-
holti, vaxið af því að gefa þjóð og kirkju slíkan mann og eign-
ast starf hans allt, krafta lians alla. Hann lilaut margan lieiður
og mikinn og það er sómi Reykvíkinga, liversu hann var metinn
hér, en vissulega var liann sjálfur lieiður ættborgar sinnar og
þjóðar. „Lengi voru vígðir menn vorrar þjóðar sómi“. Hér var
einn, sem staðfesti þau unnnæli, séra Bjarni Jónsson.
Og liöfðingi var liann bræðra sinna. Það verður ekki gert að
álitum, að þá komi nafn lians og mynd í liugann, þegar þeirra
presta er getið, sem mestir voru í sniðum og beztir í raun. Gildir
einu livort leitað er langt eða skammt í sögu eða samtíð. Hann
er höfðinginn miðað við starfsferil. Þar er hann fremri öllum
íslenzkum prestum fram á þennan dag, enginn hefur afkastað
þvílíku prestsstarfi og varla líklegt, að farið verði í förin lians í
því efni síðar. Hann hóf ungur starfið við höfuðkirkju landsins
við lilið séra Jólianns Þorkelssonar, sem liann minntist aRa tíð
jneð dýpstu virðingu og ]>akklæli. Hann óx inn í hraðvaxandi