Kirkjuritið - 01.12.1965, Side 15

Kirkjuritið - 01.12.1965, Side 15
KIRKJUIIITIÐ 445 eru spurð fermiiigarbörn, lesliringar, saumaklúbbar fyrir aldr- aðar konur, æskulýðsstarfsemi, sunnudagaskólar og ótal inargt fleira. Að liafa slík hús við hlið kirkjunnar gefur margháttaða möguleika til fjölhreyttara safnaðarstarfs. Mér var oft hugsað til íslenzkra presta, sem flestir verða að ganga bónarveg til að fá húsnæði, ef þeir ætla að hefja starfsemi innan síns safnaðar, sem ekki lientar að hafa í kirkjunni sjálfri. Smáritaútgáfa sænsku kirkjunnar er mjög mikil. Tímarit og allskonar bæklingar auk safnaðarblaða. Til dæmis, þegar barn fæðist, er sent til foreldranna frá skrifstofu sóknarkirkjunnar, sérstakt kort með heillaóskum. Á kortinu er auk þess leiðbein- ingar lil foreldranna hvernig þau skuli hiðja fyrir barni sínu. Hliðslætl kort fá foreldrar, þegar harnið er skírt. Fermingar- börn fá sérstakan bækling, sömuleiðis hjón, er þau eru vígð saman. Um ávinninginn af þessum starfsþætti, er ekki gott að segja. Hann verður ekki mældur tölfræðilega, en ég liygg, að hann sé meiri en nokkurn grunar. En þessi útgáfa kostar mikið fé, kann einhver að segja og það með réttu. Ég hygg, að sænska kirkjan liafi að mörgu leyti frjálsari fjárráð en sú íslenzka. En við liverja messu eru sam- skot og renna þeir peningar, sem inn koma, til ýmiss konar kirkjulegrar starfsemi. Eru þar drjúgar tekjur, sem fást á þenn- an hátt og sýnir það, að fólk vill ekki að starfsemi kiskjunnar dragist saman. Saumaklúbbar Eg er ekki frá því, að ég hafi orðið skrítinn á svipinn, þegar prestur einn sagði við mig: „Það cr saumaklúbbur lijá mér kl. 1, viltu ekki koma með?“ Og auðvitað fór ég með. Lék forvitni á að vita livað þarna væri á ferðinni. Hvorl þeir líktust nokk- uð margfræíium íslenzkum saumaklúbbum. Er í safnaðarlieimilið kom, voru þar fyrir 20—30 aldraðar konur, liver með sína handavinnuskjóðu. Eftir að allir höfðu heilsasl var sezt inn í lítinn sal og prestur flutti stulta liug- vekju og bæn. Sálmur var sunginn á undan og eftir. Því næst var tekið lil við sauma og rabbað samaan. Prestur las fram- haldssögu, drukkið var kaffi, saumað meir og að lokum sálma-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.