Kirkjuritið - 01.12.1965, Page 28
458
KIRKJURITIÐ
aA’ kveða anilstæðinga sína niður. Við þetta jókst aðsóknin og
eins vinsældir pretlikarans.
Ekki fékk Studdert embættið eftir föður sinn, en buðust
skönunu síðar þrjár stöður. Vinur lians hermir, að þá hafi
Kennedy sagt við konu sína, sem bann var nýgengin að eiga:
„1 Skt. Pálssókninni í Worcester eru minnstu tekjurnar og fá-
tækasta fólkið. Farðu og líttu á liúsið. Ef þii lieldur að við get-
um liýrst þar, tökum við það brauðið“. Sú varð útkoman. Og
þarna vakti mannkærleikur prestsins og umliyggja fyrir kjör-
um fólksins bonuni dagvaxandi ást og virðingu.
Hann var ákaflega tilfinninganæmur og örlyndur. Mátti
ekkert aumt sjá, án þess að komast við og leita bjargráða. Fljól
ur að kynnast — einkum manninum á götunni — talaði við
alla eins og jafningja sína og lét margt fjúka, jafnvel á stóln-
um, sem kom mönnum á óvart, en hitti naglann á liöfuðið.
Studdert fékk ekki að verða fastgróinn í Worcester. Fyrri
heimsstyrjöldin brauzt út fám mánuðum eftir að bann kom
þangað. Hann var kallaður til þjónustu, fyrst í æfingastöð lier-
manna, síðan sem lierprestur á vígstöðvunum í Frakklandi.
Enginn varð bonum vinsælli af starfsbræðrum bans. Þau
árin flaug Iiróður bans víða vegu.
Hann var ekki líkamsbraustur. Hafði ,,astbma“ frá unga
aldri. Tók sér líka nær en flestir aðrir að horfa upp á allar
börmungar stríðsins.
Sagan segir að einn atburður bafi bafl dýpzt og óafmáan-
legust áhrif á hann. Hert trú hans í eldinum, gert bann alsjá-
andi á viðurstyggð og böl styrjaldanna. Svo vildi til að bann
var rétt að því kominn að slíga ofan á lík af þýzkum unglingi,
er starði brostnum augum mót Iiimninum. Þetta saklausa fórn-
arlamb var Studdert ímynd Iiins krossfesta Krists og gaf bon-
um að vissu leyti nýjan trúskilning.
Hvað, sem í skarst, lét liann samt ekki bugast.
Vini sínum, sem spurði bvernig lierpresti ælli að vera farið,
svaraði Studdert á þessa leið: „Lifðu nánu samlífi við her-
mennina, fylgdu þcim alltaf eftir. Vertu ákveðinn í að leggja
|)ig í sömu bættu og jafnvel meiri, ef það er að einhverju gagni.
Þú mátt bera mig fyrir J)ví, að herpresturinn er bezt kominn
-— ef J)að stríðir ekki á móti fyrirskipunum — Jiar sein lífhætt-
an er mest. Það er skylda okkar að bera af öllum í fórnfýsi og