Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 18
KIRKJURITIÐ
352
Mér skildist að liann vildi gjarnan lilýð'nast því boði Krists að
niinnast lians með því að’ krjúpa við borð lians.
En liann færði í tal við mig að bann liefði orðið áliorfandi
þess, sem gerði liann þessu afliuga.
Haun var þar staddur, sem tveir vígðir menn tóku all marga
til altaris. Nokkrir bópar krupu við gráturnar liver eftir annan.
Síðast stóð svo á að aðeins þrír eða fjórir krupu. Þá sagðist
liann liafa búizt við að annar livor prestanna bættist í hópinn.
Svo var ekki, lieldur tóku prestarnir livor annan til altaris a
eftir — einir sér.
Ég játaði að ég hefði séð þetta nokkrum sinnum á síðustu
árum. Hann spurði livernig það væri til komið.
Ég gat ekki svarað því.
Þá spurði bann, livort þetta minnti ekki á þann ósið kaþólsku
kirkjunnar er presturinn útdeilir aðeins brauðinu en ekki
víninu.
Ekki gat ég neitað því, að það væri keimlíkt á vissan hátt.
Enn spurði málkunningi minn, bvort þetta ætti að þýða, að
prestarnir væm of fínir í skrúðanum til að krjúpa með fólkinu
almennt. Hvort sjálfur meistarinn hefði ekki tekið Júdas nieð,
þegar liann stofnaði kvöldmáltíðina?
Ég sagði svo vera. Þetta væri samfélagsmáltíð og kærleiks-
máltíð. Ég játaði að liún hefði haft djúptækust álirif á mig og
orðið mér ógleymanlegust í tvö skipti, þegar fjöldi leikra og
lærðra gekk til altaris og allir voru þar jafnir fyrir Drottni.
Þegar mér skildist að málkunningi minn mundi sennilega
ekki liyggja á altarisgöngu framar af þessum sökum, viður-
kenndi ég fyrir lionum, að mér liefði víst orðið á að apa þetta
við altarisgöngu fermingarbarna oftar en einu sinni nýlega-
Áður liefði ég tekið sjálfan mig til altaris með síðasta hópnuin,
ef ég þá var til altaris á annað borð undir þeim kringumstæðuin.
Loks lýsti ég því yfir, að mér fyndist liann liafa alveg rett
fyrir sér. Þetta væri óþarfa siður og gæti verið ókristilegur og
því skaðlegur. Ég liét því að ég skyldi aldrei láta mér verða
þetta á oftar. Prestur og söfnuður ættu að sitja þama við sania
borð, enda enginn vandi að koma því svo fyrir. Langsamlega
oftast er nægt rúm fyrir annan prestinn meðal síðustu gestanna,
sem getur þá kropið þar strax í uppliafi eða eftir að liann hefur