Kirkjuritið - 01.10.1966, Qupperneq 29
KIRKJURITIÐ
363
Hann var jarðsunginn að Torfastöðum þann* 24. s. m. og
niælti mágur lians, séra Gunnar Árnason, sóknarprestur í Kópa-
vogi eftir liann.
Aldrað li jarta en lieitt hefur liætt að slá og fengið ró og livíld
frá önn dagsins og erfiði. — Enn um langt skeið mun þó
bjarma mildilega í hugum þeirra, sem bezt þekktu skapferli
sera Eiríks, af bjargfastri tryggð lians, frábærri ræktarsemi,
Hjálpfýsi og drengskap.
Reykjavík, 20. sept. 1966.
Egill Rjarnason:
Hjónavígslusa!mur
LagboSi: Sœlir þeir er sárt til finna.
1. Blessa öllum bjarta stundu.
Blessun þína, faðir veit
þeim, sem hafa mund í mundu
mikilvægast unnið heit.
2. Vakir ykkar velferð yfir
vinur tryggur. Munið eitt:
Meðan ást og eining lifir
innst í hjörtum, bregðst ei neitt.
3. Þó að vkkur óhöpp hendi
— oft er lífsins gengi valt —
Minnist þess, sem Kristur kenndi.
Kærleikurinn sigrar allt.
4. Þið, sem tengdust tryggðaböndum,
treystið æ á Drottins náð.
Framtíð ykkar lians í höndum,
hún mun verða blómum stráð.
V
J