Kirkjuritið - 01.10.1968, Side 22

Kirkjuritið - 01.10.1968, Side 22
KIRKJURITIÐ 388 fræðin komin á það stig, sem þau eru nú á. Við vitum öll að þessi saga er aðeins líkingarfrásaga og að enginn hefur hug' mynd um hvað fyrsta mannlega veran hét. Og vafalaust liefui hún ekki verið neitt svipuð Adam, svo sem honum er lýst. Mér finnst einnig ókristilegt að láta sér til liugar koma a® allir fari norður og niður, sem ekki eru skírðir. Slík kenniug liylur Drottinn dimmu ógnarskýi en engum ka;rleikshlý.jiu" dýrðarljóma. Þetta er nefnt liér sakir þess, að frá uppliafi og til þessa dags er það lífsskilyrði kirkjunnar að fólk treysli því að hu» leiti sannleikans og lialdi á lofti kenningu Krists. Hvolr tveggja er brýn þörf á okkar dögum. Afskiptaleysið og óneit' anlega talsverð andúð í garð kirkjunnar krefst þess enn ríka1 nú en oftast áður, að boðendur kristninnar, lærðir og leikn verði ekki sakaðir um að ganga vitandi í berliögg við sög»' legar staðreyndir og að leggja meiri áherzlu á guðfræðilegal hugsmíðar, órökstuddar fullyrðingar, heimspekilegar vanga' veltnr og annaö þar fram eftir götunum — heldur en að hoða það, sem raunar livert harn að kalla getur lesið um Krist or numið af honum í guðspjöllunum. BréfiS um takmörkun barneigna bætir ekki úr skák fyrir páfa. Hann fordæmir allar getnaðar^ varnir nema „náttúrlegar“. Lokar augunum fyrir þvi a skefjalaus mannfjölgun er eitt mesta vandamál margra þjóða- Undirrót ógurlegs hungurs og ólýsanlegra eymda. Páfi l*2* heldur ekki vita að getnaðarvarnir tíðkast þegar um alla11 heim og verða ekki lagðar niður. Ekki gengur lionum það til að kaþólska kirkjan sé sV° heilög að hún geti ekki liðið annað eins í ástamálum. Sú var tíðin — og kann að vera að eimi eftir af hen111 enn — að kaþólskum prestum og biskupum var harðbannað a kvænast, en þeir hjuggu með konum að vild sinni og ra*11 börn með mörgurn þar fyrir utan. Sumir páfar léku þalllj leikinn. Og menn voru livorki sviptir embætti eða vísað 11 Yítis fyrir þetta. Það var miklu auðveldar fyrirgefið en „vi trú“. ^ Bann páfa við getnaðarvörnum kemur mörgum góðu» kaþólskum mönnum í ærinn vanda. Það fýsir undir hræsnin11

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.