Kirkjuritið - 01.10.1968, Síða 45

Kirkjuritið - 01.10.1968, Síða 45
KIHKJUItlTIÐ 411 — Nei. •— Ertu lijá nokkrum fleirum en pabba þínum og mömmu? — Ömmu. — Áttu ekki afa? — Hef aldrei sé3 hann. — Er pabbi þinn beima? — Hann er ekki lieima. Meðan þessu fer fram skiinar drengurinn liræðslulega í kring- um sig, eins og bann eigi von á höggi eða sparki. Hann er ennþá tærðari en liann var áður. Kinnarnar enn sognari, og bendurnar, sem hann hefur á dyrakörmunum skorpnar eins °g fuglsklær. En sami gneistinn í kolsvörtum augunum. Hurð er einhvers staðar opnuð og drengurinn lirekkur í kút. -— Ertu ekki í skóla? — Ég byrjaði á því. -— En núna? -— Hættur. — Hvers vegna bættir þú? -— Pappírinn er svo dýr. — Skrifaðir þú of mikið? t*á fyrst brosti liann ofurlítið. -— Nei, ég teiknaði. -— Teiknarðu þá heima? -— Ég á engan blýant. Þó gefur pabbi mér þá stundum. Hann rekst á stubba í „skraninu“, en ... -— Hvað ætlaðir þii að segja? Hrengurinn skýtur augunum í allar áttir. — Mamma brýtur þá, eða grýtir þeim undir pottana. — Hérna er einn. Ég var svo heppinn að liafa liann í vas- anum. Hrengurinn þrífur bann alls bugar feginn, rétt eins og bann væri úr gulli. Það var mjúkur japanskur teikniblýantur. — Gætir þú ekki skroppið til mín einhvern daginn? Ég bý þarna vesturfrá við endann á Friðargötu. Það er stórt hús Uieð krossi. — Ég hef séð krossinn. Hann Ijómar á kvöldin á húsinu bínu.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.