Kirkjuritið - 01.07.1969, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.07.1969, Qupperneq 4
Sigurbjörn Einarsson, biskup: Minningarræða við útför Ásmundar biskups Guðmundssonar Sú Jerúsalem, sem í liæðum er, er frjáls og liún er móðir vor. — Gal. 4,26. Þessi orð Páls postula í Galatabréfi liafði Iierra Ásmundur Guðmundsson að texta vígsluræðu sinnar, þegar hann fyr,r nær réttum 10 árum vígði mig til eftirmanns síns. 1 þeiiu orðum er boðberinn með hið brennandi hjarta, Páll, að vitna um þá kirkju, sem liann unni og þjónaði, og það er saina kirkjan, sem vér, bræður lians smáir á vorri öld, einnig elskuin og viljuni þjóna, og bér er í dag kvaddur maður, sem elskaði liana lieitt og þjónaði lienni af fágætum alhuga og einbeitm- 1 Galatabréfi er Páll að sýna lesendum sínum og börnum 1 trúnni fram á það, að stóru fyrirheitin, sem skinu yfir vegum forfeðranna, liöfðu nú rætzt fúllkomlega. Guðs sonur vai kominn í lieiminn, tíminn var fullnaður, Guðs ríki á meðal vor, og Guðs ríki þekkir ekki mæri landa, greiningu manna eftir þjóðemi, lit eða stétt. Jerúsalem, hin lielga borg í landi Gyðinga, er úr sögunni sem móðir, hún er ekki lengur móð" þeirra, sem dýrka sannan Guð, og allt liið fyrra táknar raunai andlega ánauð og örbirgð í samanburði við hinn nýja veruleik’ sem Jesús ICristur hefur skapað og lokið upp. Sú trú, sein mennirnir áttu áður, er eins og ambátt í tötnim, hinar helc^' borgir draumanna og bugsjónanna og trúarinnar liafa lok1 sínu lilutverki, livar sem dagur Jesú Krists nær að lýsa. Kirkj" an lians er liin Jiinmeska borg, liið eilífa ríki ineðal mau»a- Hún grundvallast á þeim krossi, sem breiðir faðm til allra átt*1 heims, liún er vaxin af krafti þeirrar upprisu, sem endast inuu allri veröld til bata og lífs.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.