Kirkjuritið - 01.07.1969, Side 10

Kirkjuritið - 01.07.1969, Side 10
248 KIRKJURITIÐ anum, er ég gerðist prófdómari þar í sumuni kennslugreinum Ásmundar prófessors. Hann var að sjálfsögðu J)á orðinn lærðari maður í gðfræðivísindum en hann liafði veriö, Jiegar funduin okkar bar fyrst saman í guðfræðideildinni. En maðurinn var Iiinn sami og fyrr, meginþættir lians voru liinir sörnu og þegar hann liafði tekið prestsvígslu og beðið með orðum liebreska skáldsins: „Til þín hef ég sál mína, Drottinn Guð minn — Vísa mér vegu þína — Lát mig ganga í sannleika þínum“. Á þessuni meginstoðum stóð vísindaiðkun og kennsla Ásmundar prófess- ors. Hann gekk að verkefninu með lotningu liins guðrækna al- vöruinanns. Og vísindamanninuin var sannleikurinn fyrir öllu- Hann hafði ungur gengið á liönd liinni frjálslyndu, vísinda- legu guðfræði Jteirra tíma. Hann fylgdist vel með breytingurn, sem orðið hafa á guðfræðinni síðan. Og lionum fannst fátt til unt ýmsar breytingar. Fyrst og fremst af því, að hann fann þeim ekki nægilega traustan grundvöll í kenningu Jesú sjális- eins og fyrstn guðspjöllin þrjú flytja liana. „Lát mig ganga 1 sannleika þínum-“ liafði liann beöið á vígsludegi, og liann reyndist hiklaus í hollustu sinni við það sem hann vissi satt i lielgum vísindum, en hinu hafnaði hann. Hann var friðsaniu'' maður, en liann var stefnufastur. I Iiirðisbréfi sínu til presta og prófasta, er liann tók biskupsdóm, skrifaði hann: „En á þa® vil ég benda, að lieitar umræður og skiptar skoðanir um tru- mál geta verið til góðs á ýmsan liátt og bera vitni um ]íf. Svo var þegar í frumkristninni, og liefir átt sér stað á öllum ölduiu kristninnnar síðan. Höfundur tilverunnar liefir gætt sálarlíf mannanna svo mikilli fjölbreytni að Jtess er ekki að vænta* að allir líti eins á málin, jafnvel ekki þau, sem lielgust eru- Engir tveir menn um víða veröld liugsa á sama hátt. Auðleg* lífsins er meiri en svo. Og betra er en molluloft, að livassii vindar blási“. Ásmundur biskup stóð föstum fótum á bjargi traustrar saiiu- færingar, Jiegar livassir vindar blésu. Vér eigum dýrmætai minningar um liógværan mann, sem kaus fremur livassa viuda en molluloft. Hann vildi, að á Islandi J)róaðist íslenzkt trúarlíf. Hau'i liafði ýmugust á Jiví, að í trúarefnum værum vér að hlaupa eftir liverju því, sem upp kæmi liverju sinni erlendis og 1 kirkjum annarra J)jóða. Ekki svo, að liann vildi lála íslenzku

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.