Kirkjuritið - 01.07.1969, Síða 46
KIRKJURITIÐ
284
slað, sem börnin eifiiim. Við höfum skyldur við börnin okkar i
fleiru en því, að gefa þeim fæði og klæði. Sú bæn, sem okkur
ber að biðja með börnunum okkar, verður ekki falin skóluni
eða fjölmiðlunartækjum. Hver og einn, sem nýtur þeirrar
bamingju að ala upp þjóðfélagsborgara, verður að vera a-
byrgur fyrir því, að það bamingjulilutskipti megi takast slysa-
lítið.
Þessa vordaga búum við okkur undir, að fagna aldarfjórð-
ungsafmæli lýðveldisins og þúsundir æskufólks bíða þess, að
fá eittbvert nýtilegt starf að vinna. Allir eru sammála um, að
nauðsynlegt sé, að skapa þessum inikla fjölda ungra stúlkna og
drengja sumarvinnu, og flestir sjá, að auðvelt er að finna verk-
efni.
Það eitt skortir, að nægilegt fjármagn sé fyrir liendi, til að
greiða kostnað, sem óbjákvæmilega yrði slíkri unglingavinnu
samfara. Við kaupum skemmtistaði fyrir þetta æskufólk, svo
það geti baft afþreyingu í tómstundum. Kostum íþróttamanu-
virki, svo það geti eflt líkamsbreysti. Byggjum árlega marga
nýja skóla til þess, að það geti notið menntunar. Komum upp
leikvöllum, svo umferð götunnar verði þeim ekki að fjörtjóni-
Allt er gert, sem talið er nauðsynlegt, til þess að börnum
okkar megi vegna vel í okkar ágæta þjóðfélagi, en þegar finua
þarf þeim nýtileg störf að vinna á bjarræðistíma íslenzks at-
vinnulífs, J)á eru fjárhirzlur tómar, meðal annars vegna l>esS
bve miklu fé úr liinuni almennu sjóðum okkar, er varið til
þess eins, að bæta þann skaða, sem Jiessi börn okkar hafa
valdið þjóðfélagi sínu“.
=SSf=
Gömul vísa
Heyrðu snauðra harmaraust,
hjálpaðu sjúkra pínutn,
vertu öllum aunium traust
eftir kröftum þínum.