Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Page 23

Kirkjuritið - 01.04.1970, Page 23
KIRKJURITIÐ 165 raun og veru JiaS eina sem skipti máli, eða að minnsta kosti það mikilvægasta. Hún hafði sýnt sig að vera um aldirnar hinn dýrmæti aflvaki Iivers konar dáða og djörfungar, ómetanlegur styrkur til siðferðibetrunar einstaklinganna fyrr og síðar og uiikilsverðasta huggunin í livers konar mótlæti og raunum. Uin þetta var ekki að víllast hvað sem hver sagði. En svo komu ýtnsar spurningar, sem leituðu mjög á hugann. Var ég t. d. Uogu trúaður til Jiess að gerast þjónn kirkju Krists og taka að 5ner flutning og boðun kenninga hans? Ég var ekki viss um l)að, en ég var viss um gildi kristindómsins og nauðsyn hans fyrir mennina og ég treysti Jiví að Guð mundi styrkja mig og styðja þegar út í starfið væri komið. Svo var annað líka. Var það ekki ábyrgðarhluti að taka að sér að hoða þá kenningu h d. um persónulegan Guð, sem allt liefði skapað og öllu stjornaði og um framhald lífsins, en um það voru þó skiptar skoðanir ekki síður en nú, var það ekki ábyrgðarhluti, ef betta skyldi nú ekki vera satt og rétt? Engum ótvíræðum sonnunum í þessu efni varð við komið. Einn skólabróðir minn ^enti mér á þetta. Ég svaraði Iionum því, að ef þessi höfuð- atriði kristindómsins og þungamiðjan í kenningu Jesú Krists ætti ekki við rök að styðjast, þá væri naumast hægt að tala t'tn nokkra ábyrgð á neinu. Lífið væri þá í raun og veru «hégómans hégómi“ eins og predikarinn í Gamla testamentinu hemst að orði. Ég Iiafði sem barn lesið Njólu eftir spekinginn með bams- tjartað og kunni ýmislegt úr þessu litla kveri, þar á meðal Petta vers: Guð vom anda ef áframhald — ei fá seinna lætur föðulbanda reist er tjald — rétt til einnar nætur. Ég var ninilega sammála Birni Gunnlaugssyni í þessu efni. Ég innritaðist síðan í guðfræðideildina staðráðinn í því að Júka þar prófi. Ég hafði Jiað að vísu í huga, að ef mér líkaði ekki námið, gæti ég tekið eittlivað fyrir, kennslu eða annað ( >ns og ýmsir guðfræðingar höfðu áður gert. Til þess kom Jjó "ki. Mér líkaði ágætlega í deildinni, enda voru prófessorarnir I eir séra Haraldur Níelsson, séra Sigurður Sívertsen og séra aRHús Jónsson Iiver öðrum betri og skemmtilegri sem kenn- ^raL enda þótt þeir væra annars ólíkir að ýmsu öðra leyti. S eftir því sem ég var lengur í deildinni mátti segja að ég ^iði ákveðnari í því að gerast prestur að náminu loknu.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.