Kirkjuritið - 01.05.1970, Page 4
194
klÍlKJURITIÐ
hafði sagt í útvarpspredikun, að kristindómurinn væri nógu
auðugur og Kristur nógu stórkostlegur, þótt ekki væri haldið
áfram að eigna honum sannindi, sem til hefðu verið í öðrum
trúkerfum löngu fyrir daga hans.
Mér þótti leitt að liafa sært þessa góðu konu, en vér verðum
að leysa liann úr þeirri sjálfheldu, sem vér höfum sett Iiann
í með síendurteknum, fráleitum fullyrðingum um, að hann
einn allra trúarbragða flytji orð Guðs og guðlegan sannleika.
Auðvitað halda fæstir túlkendur kristindómsins því lengur
fram, að ekki-kristnir menn liljóti eilífa fyrirdæmingu eða
útslokknun og eilífan dauða meðan kristnir menn gangi inn i
eilífan fögnuð herra síns. Þessi hugmynd gat nægt þeim, er
ekkert þekktu af trúarheiminum annað en kristindóminn-
Fæstir menn láta segja sér þetta lengur, jafnvel þótt því til
stuðnings sé vitað í sjálfa Ritninguna.
Heilagur andi hefur einnig verið gefinn heiðingjum, eins
og Pétur og samlierjar hans komust að raun um í SesareU
forðum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, teygja sig
ýmsar rætur trúarhugmynda vorra og trúarsiða aftur í rönun-
ustu Iieiðni, og það er ekki samboðið kirkju mannssonarins,
sem var myrtur vegna sannleikshollustunnar, að loka augum
fyrir þessu eða þegja um það í kristinni predikun.
Trúarbragðaheiminum má líkja við mikla dómkirkju nieð
mörgum ölturum. I liöfuðkór er fluttur kristinn boðskapur-
Við ölturin hin eru túlkaðar hugmyndir annarra trúarbragða?
en bergmál frá þeim hefur horizt inn í kórinn, þar sem kristn-
ir menn þjóna við háaltarið. Þar ert þú með þína guðsdýrkum
En lilustaðu á óminn frá hinum ölturunum líka, og ef l)l1
hlustar opnuin eyrum mun þér fara h'kt og Pétri forðum °r
samlierjum lians, sem urðu þess vísari í Sesareu, að heilag111
andi liafði ekki verið gefinn kristnum mönnum einum.
Það er skiljanlegt, að þeim, sem alizt hafa upp við þá trll>
að kristindóm.urinn einn flytji sannleiksorðið, geti sárnað þeí>'
ar öðru er Iialdið fram. En sagði ekki meistari kristninnar,
að sannleikurinn ætti að gjöra oss frjálsa. Og lýsti hann ekk1
yfir því á einu slórkostlegasla augnabliki ævi sinnar, að han11
væri konungur sannleikans?
Hvað á þá að segja? Yfir hverju að þegja?