Kirkjuritið - 01.05.1970, Qupperneq 10
Sigurbjöm Einarsson, biskup:
Bréf um bænadaginn
Reykjavík, 20. apríl 1970.
Ég leyfi mér liér með að minna á hinn almenna bænadag,
5. sd. e. páska, sem er 3. maí að þessu sinni. Ég vona og mælist
til þess, að hann verði almennt lialdinn sem bœnadagur í söfn-
uðum landsins. Ég bið presta og sóknarnefndir að gera sitt til
þess, að svo rnegi verða.
Víðast livar við sjávarsíðuna liafa aflabrögð verið með mesta
móti í vetur. Þar er þakkarefni, sem vert er að minnast. Hins
vegar liefur víða verið liart til sveita, svo að áhyggjum veldur
og erfiðleikum, enda fór óliagstætt sumar á undan og raunar
fleiri misseri óblíð. Eigi að síður horfir vel um efnalega liagi
þjóðarinnar, þegar svo árar til sjávar sem nú. Vér skyldum
því sameiginlega færa Guði þakkir fyrir gæftir og mikinn
sjávarafla og jafnframt sameinast í bæn fyrir góðum vorbata
til landsins.
1 þessari sameiginlegu þakkargjörð og fyrirbæn minna
landsmenn sjálfa sig á það, að ein og söm er gipta þjóðarinnar,
og einnig á hitt, að allir stöndum vér lilið við lilið í lífsbarátt-
unni. Mætti sú bænarhugsun stuðla að eindrægni með þjóð-
inni, samstöðu stétta og samábyrgð, og einnig vekja til nieiri
umhugsunar um liagi þeirra, nær eða fjær, sem eiga við skort
að búa.
Mikil efnisleg verðmæti hafa verið dregin í þjóðarbiiið.
Það er þakkarefni. Mætti afli ])jóðarinnar jafnan koma td
réttlátra skipta með börnum landsins.
Oft hefur þess gætt, sérstaklega á velgengnisárnm, að menn
hafa ekki sézt fyrir í kappi sínu við að afla fjár og tryggja
afkomu sína, eins og kallað er. Hafa menn þá einatt fórnað