Kirkjuritið - 01.05.1970, Síða 26

Kirkjuritið - 01.05.1970, Síða 26
216 KIRKJURITIÐ eftir því, sem bezt lientar á hverjum tíma í baráttu fyrir alræfti öreiganna. Lenin mælti á sínum tíma í ávarpi á þingi Æskulýð’ssambands kommúnista: „Vér segjum: Siðgæðið er ]iað, sem stuðlar að upprætingu hins gamla skipulags arðránsins og sameinar alla erfiðismenn öreigunum, til uppbyggingar kommúnistísku þjóðfélagi . . . Vér trúum ekki á neitt eilíft siðgæði.“ 5. Kristnin boðar að sakir ófullkomleika mannanna verði æðri máttur að koma til, ef friða á heiminn og koma á full- komnu þjóðfélagi. Kommúnistar telja sér í lófa lagið að skapa með tímanum stéttlaust þjóðfélag, þar sem allir uni glaðir og ánægðir. Eins og sést er stiklað á stóru og aðeins dregnir örfáir böfuð- (lrættir. Heimsskoðun marxista er sannarlega enn frekar en kristn- innar reist á trú en ekki skoðun. Þess verður og sérstaklega að geta og gæta að allir eru menn- irnir menn, livar og á livaða tíma sem þeir lifa. Kenningar liafa sitt gildi og sín áhrif. En játningar og líferni fara ekki alltaf saman. Trúlaus kommúnisti getur verið kristnari í bjarta sínu og í samskiptum við aðra menn lieldur en kreddufastur „krist- inn“ maður. Kirkjusagan er ófögur á köfbim. Þess verður ekki dulizt. Enda er bún eins og livert annað félag þar sem misjafn sauður er í mörgu fé. Ég trúi á sigur Krists. En þetta er hvatning til umhugsunar. Því að þessi mál eru á dagskrá beimsins. „Nœgilegt gjald“ Steinunn Guðmundsdóttir (f. 4. nóv. 1869) er ekkja Jóns Lýðs- sonar á Skriðnesenni í Strandasýslu (d. 11. ágiist 1969). Bæði voru þau bjón rómuð fyrir mannkosti og myndarskap og rausn þeirra alkunn. Steinunn er fædd og uppalin á Dröngum á Ströndum. Hún nam Ijósmóðurfræði í Reykjavík liðlega tvítug. Gengdi um skeið Ijósmóðurstörfum í Árnesslireppi við liin erfiðustu skilytði- Varð að fara fjallvegi fótgangandi á stundum og á árabátum ef sjóvegurinn var valinn. Og ekki kosið um veður né færi.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.